Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 117
Góðar fræðibækur
117
gerði ekki minna úr því en það var. Hann tvískifii heimild-
um Saxa fyrstur manna og gerði það með miklum skarpleik.
Höfuðrit Olriks er »Danmarks Heltedigtningc, 2 bindi,
hið fyrra um fornsagnirnar um Hleiðrukonunga (Hrólf kraka
o. fl.), en hið síðara um Starkað gamla og Skjöldunga
hina yngri.
Þriðja bók Olriks, er
hjer skal nefnd, er sNordisk
Aandsliv i Vikingetiden og
tidlig Middelaldero, er kom
út 1907, og er sjerprent af
»Verdenskulturen«. Bók þessi
er eitt hið besta yfirlit, sem til
er, yfir andlegt líf Norðurlanda-
búa fram á miðaldirnar, og
er svo snildarlega rituð, að
hún má heita listaverk frá
upphafi til enda. í henni er
mikið um menningu íslend-
inga.
Olrik gaf út sDanske
Ridderviser«, þrjú bindi, sem
er áframhald af hinu fræga
safni Sveins Grundtvigs »Dan-
marks gamle Folkeviser«, og
fleiri merkar bækur, og ritaði
margt, sem eigi er rúm að
telja hjer. Hann stofnaði »Dansk Folkemindesamling* 1905
og var forstöðumaður þess, og fjelagið »Danmarks Folkemin-
der« 1908 og var formaður þess. Hann ritaði tveimur mönn-
um eða fleiri í Reykjavík og bað þá um að stofna þjóðsagna-
safn, í líkingu við safn það, er hann sjálfur hafði komið á fót
og geymt er í konunglega bókasafninu; en því var tekið dauf-
lega og er það þó þarft verk.
Axel Olrik var hinn vandaðisti maður þegar í æsku.
Hann virtist í fyrstu fálátur eða feiminb, en við nánari viðkynn-
ingu fanst fljótt, að hann var hið mesta ljúfmenni. Þeir unnu
honum mest, sem þektu hann best. B. Ih. M.
Góðar fræðibækur. Bókavörður Arne Arnesen og
prófessor H. H. Gran hafa byrjað að gefa út alþýðlegar
fræðibækur, vandaðar að efni og samdar efiir vísindalegum