Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 119
Kenslubók i mannkynssögu
119
skipulega samin og höfundurinn hefur farið eftir hinum bestu
ritum, sem til eru á ensku um þetta efni.
Bókinni er skift í tvo kafla; er fyrri hluti hennar um
aðalatriðin í stjórnarskipun Englendinga og sögu enska parla-
mentsins frá því á miðöldunum og fram til vorra daga. Síð-
ari helmingurinn er yfirlit yfir núverandi stjórnarskipun Eng-
lands. Bók þessa ættu alþingismenn að lesa og fleiri menn,
sem gefa sig við landsmálum.
Ný kenslubók í niannkyiissiigu Lœrebog / Ver-
■denshistorien fra Oldtidens Slutning til vore Dage for Gym-
nasiet, af Hans Schjöth og Chr. L. Lange. Dansk Udgave ved
Alfr. Krarup og fohs. Lindbæk. LL. Den nyeste Jid. Koben-
havn (H. Aschehoug ór» Co.) 1917. 206 bls. í stóru 8 bl. br.;
innb. 3,75.
Bók þessi kom út í apríl mánuði og nær frá því að
stjórnarbyltingin hófst á Frakklandi 1789 og fram í febrúar
þ. á., er kafbátaófriðurinn hefst og Bandaríkin slíta stjórnar-
viðskiftum við þjóðverja. Höfundar hennar eru tveir norskir
fræðimenn, Hans Schjöth, yfirkennari við dómkirkjuskólann í
Kristjaniu. og Chr. L. Lange, sem er aðalritari alþjóðafriðarsam-
bandsins, sem nú liggur í sárum. Þeir hafa samið kenslubók
í mannkynssögu frá lokum fornaldarinnar og fram á vora
daga, tvö bindi. Hún er áframhald af fornaldarsögu dr.
A. Ræders, rektors í Kristjaníu, sem er eflaust einhver hin
besta skólabók, sem til er í fornaldarsögu. Bækur þeirra
Schjöths og Langes virðast vera samboðnar sögubók Ræders.
Höfundarnir kunna mjög vel að velja efnið í bókina, rjett
það, sem merkast er í mannkynssögunni, og lýsa jafnt menn-
ingu og hag manna sem landsstjórn og merkustu viðburðum.
f’eir eru stuttorðir og gagnorðir, svo að engu orði er ofaukið,
og frásögn þeirra er skýr.
En hjer skal sjerstaklega vakin athygli á öðru bindinu,
um nýjustu tíðina. íslendingar eru svo illa staddir, að eiga
enga mannkynssögu á sínu eigin máli um tímann eftir 1830,
nema dálítil ágrip, en þó þyrftu menn langhelst að þekkja
nútíðina, þann tíma, sem við lifum á Það er að vísu von á
því, að úr þessu verði bætt, þegar ófriðnum mikla er lokið,
en þess getur orðið langt að bíða. Á meðan menn eignast
enga slíka sögubók á íslensku, vil eg mæla mjög með þess-
ari kenslubók. Hún er umfram aðrar slíkar bækur, er eg hef
lesið. Hún er ekki stærri en svo, að hana má kenna í helstu
skólum landsins, og hún er hin besta bók handa þeim, sem
vilja fá sjer handhæga bók um nútímann, því að efnið í henni