Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 125
Hið íslenska fræðafjelao; í Kaupmannahöfn
25
Pað flytur fræðandi ritgjörðir um ýms tíðindi og greinar um
merka menn cg nýjar bækur. Það mun gera sjer far um að
verða gagnlegt rit handa alþýðu, og vera svo ódýrt, að allir
geti eignast það; nú sem stendur er það ódýrasta bókin,
er kemur út á íslensku. B. Th. M.
Hið íslenska fræðafjelag í Kaupinannahöfn
var sett á stofn 14. maí 1912. Pað hefur gefið út:
Endurminningar Páls Melsteðs með myndum. 2,50.
»Oss finst þetta skemtilegast allra íslenskra minningarrita. Yms rit
þeirrar tegundar mjög svo læsileg um merka menn þjóðar vorrar eru þó
út komin í seinni tíð. En í þetta þykir oss mest spunnið. Par ræður tvent:
Annað það, að höfundurinn ritar hjer um sjálfan sig, sína eigin persónu-
legu lífsreynslu, það í samtíðinni, sem hann var helst við riðinn og skifti
frá sjónarmiði hans mestu máli, — og gjörir það svo einkar vel eða nota-
lega. Enginn ritar fegra mál íslenskt en Páll Melsteð, og er fegurðin hjá
honum einkum í því fólgin, hve mál hans er látlaust og ljett. Öll rit-
verk hans hafa þetta sjer til einkennis, — en þó ekkert þeirra eins mjög
og þetta síðasta; þar hefur honum fyrst verulega tekist upp í þeirri grein,
enda hefur hann þar sett sjer að rita sem allra næst því, sem hann talaði
daglega. En hann talaði yndislega, einkum er hann var að segja sögur.
í slíku máli er list, eins konar skáldskapur. Hitt, sem því ræður, að
»Endurminningar< Páls Melsteðs þykja oss svo dýrmætar, er það, að þar
birtist mynd eins af allra bestu mönnum þjóðar vorrar, án þess að nokkuð
sje skekt, að vorri þekking nákvæmlega eins og maðurinn var í reyndinni.«
Dr. síra Jón Bjarnason, Sameiningin 27. árg., bls 316.
Brjef Páls Melsteðs til Jóns S i gu r ð s so n ar. 2,00.
^Pessi brjef eru engu síður fróðleg og skemtileg en Endurminning-
arnar, og þurfa hinir mörgu vinir Páls jafnt að eignast bæði ritin. Og enn
betur skína mannkostir Páls út úr brjefúnum.« Biskupinn, Nýtt kirkjublað.
Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, um galdramál, með inn-
gangi eftir Sigfús Blöndal. 1. h. 1,50; 2. h. 2,00; 3. h. 1,50. Öll heftin
5,00. »Bókin er dýrmæt heimild að menningarsögu okkar.« N. í ísafold,
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 1. b.,
1.—4. h., bókhlöðuverð 2,25 hvert hefti, verð fyrir kaupendur að allri
Jarðabókinni 1,50 hvert hefti. 5. h. bókhlöðuverð 3,00, áskrifendav. 2,00.
Bókhlöðuverð er 45 aura örkin, en áskrifendaverð 30 aura. Jarðabók
þessi er mjög fróðleg um margt, og hið langbesta heimildarrit, sem til er,
um hag bænda og búnaðarástandið á íslandi á síðari hluta 17. aldar og
í byrjun 18. aldar. í henni eru nafngreindir allir ábúendur og jarðeigendur.
Ferðabók eftir Porvald Thoroddsen, hin mesta og fróð-
legasta ferðabók, sem út hefur komið um ísland. Öll bókin, 4 bindi, 23 kr.
Nokkur eintök óseld; upplagið var 470 eintök.
Orðakver einkum til 1 e i ð b e i n i n g ar u m rjettritun eftir
Finn Jónsson, innb. 0,75. Besta og ódýrasta stafsetningarorðabók
íslensku, hin eina, er skýrir frá uppruna orða.