Aldamót - 01.01.1893, Side 29
29
biblíuþýðing, voru þessir tilvitnuðu staðir1 fremur
ónákvæmt þýddir. En nú, síðan enska endurbætta
biblíuþýðingin kom út, er allur vandinn ieystur. I
hinum eldri biblíuþýðingum stóð, að Móses skyldi
bjóða Israelsmönnum að fá ýmislegt fjemætt að láni
hjá Egyptum2. Og svo er aptur sagt, að Egyptar
hafi Ijeð þeim þetta og ísraelsmenn hafi gjört þá
»viðskila þar við«3. En samkvæmt frumtextanum,
rjett þýddum, bauð drottinn Móses að segja fólkinu,
að það skyldi biðja Egypta um4 gjafir áður það legði
■á stað út á eyðimörkina. Það var einmitt siður hjá
Egyptum, eins og öðrum austurlandaþjóðum, að leysa
út með gjöfum bæði hjú sín og gesti við burtförina.
Kauplaust höfðu ísraelsmenn lengi unnið, eins og
þrælar. Nú mundu Egyptar hafa viljað komast hjá
þessum fjárútlátum, þar sem fjöldi Israelsmanna var
svo mikill. En drottinn býður Móses, að minna fólk-
ið á, að ganga eptir gjöfinni. »Og drottinn ljet þá
finna náð fyrir augliti Egypta, svo að þeir ljetu þá
hafa það, sem þeir báðu um«5. Þeir gjörðu Egypta
»viðskila« við svo mikið, að farangur þeirra líktist
herfangi, þegar þeir lögðu af stað. Drottinn hafði
heitið Móses því þegar í fyrstu, að fólkið skyldi ekki
leggja upp allslaust6. ísraelsmönnum er því hvorki
boðið að fara með ósannsögli eða pretti, heldur eru
þeir látnir ganga eptir rjetti sínum, og þó ekki nema
1) 2. Mós. 11, 2; 12, 35.
2) 2. Mós. 11, 2.
3) 2. Mós. 12, 36.
4) »Heimta af þeim«, samkvæmt nýju norsku þýðing-
xunni.
5) 2. Mós. 12, 36. Sbr. nviu ensku þýðinguna.
6) 2. Mós. 3, 21, 22.