Aldamót - 01.01.1893, Síða 44
44
heild sinni og berum hana saman við sögu heiðingja-
þjóðanna, sjáum vjer þann sannleika blasa við oss
hvaðanæfa, að hugmyndin um mildina og miskunn-
semina er þar á miklu hærra stigi en nokkursstaðar
ella. Ekkert einasta af boðum drottins skildu þeir
svo, sem gæfi það þeim heimild til að sýna öðrum
hefnigirni og grimmd, heldur þvert á móti. í svana-
söng sínum hafði Móses sagt við þá í drottins orða
stað: »Hefndin er mín, jeg vil endurgjalda á sínum
tima«b
Hvernig lýsir gamia testamentið sjálft guði Isra-
elsmanna? »Drottinn, drottinn, miskunnsamur og
liknsamur guð, þolinmóður, gæzkuríkur og trúfastur,
sem auðsýnir gæzku í þúsund liðu og fyrirgefur
misgjörðir, afbrot og syndir«1 2 *. »Sjá þú, augu drottins
líta til þeirra, sem hann óttast, til þeirra, sem vona
til hans miskunnar, að hann frelsi sálir þeirra frá.
dauðanum«.8 »Miskunnsamur og náðugur er drott-
inn, þolinmóður og ríkur af miskunnsemi. Eins og
faðirinn er börnunum líknsamur, eins er drottinn
miskunnsamur þeim, sem hann óttast«4. »Hvort fær
móðirin gleymt brjóstbarni sínu og verið miskunnar-
laus við lífsafkvæmi sitt? Og þó hún gæti gleymt
þvi, þá gleymi jeg þjer samt ekki5 6«. »Hugsar þú,
að jeg hafi þóknun á dauða hins óguðlega, segir
drottinn alvaldur; nei, heldur þar á, að hann bæti
ráð sitt og lifi«,8 »Svo sannarlega sem jeg lifi, segir
1) 5. Mós. 32, 35.
2) 2. Mós. 34, 6, 7.
8) Sálm. 33, 18, 19.
4) Sálm. 103, 8, 13.
5) Esajas 49, 15.
6) Esek. 18, 23.