Aldamót - 01.01.1893, Side 62
62
þannig er verið að vara fólkið við. Svo er þvf
varið með öll ákvæði laganna, jafnvel hin smásmug-
legustu, að þau standa 1 einhverju sambandi við
aðal-tilgang þeirra. Það er þá fáfræðin, sem á slíku
hneykslast.
Lauslætið er sú synd, sem þyngst hegning er
lögð við, fyrir utan skurðgoðadýrkunina. Enda hafði
það þau áhrif, að Gyðingaþjóðin varð einhver hin
skírlífasta þjóð. Sú löggjöf á sinn þýðingarmikla
þátt í því, hve vel þjóðin hefur haldið sjer og varð-
veitt sitt mikla andans þrek gegn um allar þær
hörmungar, sem yfir hana hafa dunið.
Jeg sagði, að heilagleikinn, kærleikurinn og
rjettlætið væru þær hugmyndir, er mest áherzla
væri lögð á í Móselögum. Yjer viljum nú gjöra oss
þetta ljóst með nokkrum dæmum, að því, er snertir
kærleikann og rjettiætið.
Sjöunda. hvert ár var ákveðið, að gefa skyldi
fátækum mönnum upp skuldir þeirra.1 Það var
lagaleg skylda, að lána fátæklingum fje2 og gefa
þeim gjafir.3 4 Laun verkamannsins áttu að borgast
á hverju kvöldi, þegar hann hafði lokið vinnu sinni,*
svo engar refjar kæmust þar að.5 Sá, sem lánað
hafði náunga sínum eitthvað, mátti ekki ganga inn
i hús hans, til að krefja hann, svo hann meiddi
ekki tilfinningu þess, sem hann átti skuldina hjá.6
Ef gefin höfðu verið föt í pant, varð að skila þeim
1) 5. Mós. 15. 1. 3.
2) 5. Mós. 15, 7.
3) 5. Mós. 15, 11.
4) 5. Mós. 24, 14, 15.
5) 3. Mós. 19, 13.
6) 5. Mós. 24, 10.