Aldamót - 01.01.1893, Blaðsíða 88
88
arans er ómótmælanleg sönnun þess, að syndin er í
eðli sínu ótakmörkuð.
Andmælendur mínir og Unitarar misskilja eðli
syndarinnar; þeim finnst, að syndir sínar sjeu litlar.
Þær verðskuldi svo litla hegning, að þeir sjálfir geti
liðið hana. Hegningin geti alls eigi orðið eilíf, og
þess vegna þurfi þeir á engum írelsara að halda.
En þetta er gagnstætt eðli syndarinnar, eins og jeg
hefi þegar sannað og sýnt. Andmælendur mínir játa,
að hegning sje til í öðru lífi, en hún geti ekki orðið
eilif. Þeir segja: A dómsins degi verða vondir menn
dæmdir tii hegningar, en sú hegning er endanleg.
Þegar nokkur tími af eilífðinni er liðinn, þá verður
hegningunni lokið, svo allir verða að síðustu sælir.
En þetta er hugsunarvilla. A dómsins degi er
tímanum lokið. Þá tekur eilífðin við fyrir oss menn-
ina. En í henni er eigi hægt að tala um nein tíma-
bil, nein tímaskipti. I henni er ekkert fyrr eða
seinna. Eilífðin er eitt eilíft augnablik. Það er því
hugsunarvilla að segja, að vansæla fyrirdæmdra
endi, þegar svo og svo langt sje liðið af eilífðinni.
Andmælendur mínir vilja láta mæla hegning-
una eptir þeirn tfma, sem þarf til að drýgja syndina.
Þeir segja, að synd, framin á takmörkuðum tíma,
geti eigi haft eilífa hegning, eilífa vansælu í för
með sjer. Þetta er svo gagnstætt eðli syndarinnar,
að jafnvel borgaraleg lög eru þessari skoðan alveg
mótfallin. Morð er venjulega álitið meiri glæpur og
hefur meiri hegning í för með sjer en þjófnaður.
Þó er morðið opt framið á einu augnabliki, en þjófn-
aðurinn á alllöngum tíma. Hegningin mælist alls
eigi eptir þvi, live lengi verið er að fremja brotið,
en hún mælist eptir eðli þess.