Aldamót - 01.01.1893, Síða 90
90
eilíft líf, en bver sem ekki hlýðnast syninum, skal
ekki sjá lifið, heldur varir guðs reiði yfir honum«.
Jóh. 3, 36. Frelsarinn segir, að til sje synd (svndin
gegn heilögum anda), sem ekki verði fyrirgefin
»hvorki í þessu nje tilkomandi lífi«. Matt. 12, 32.
Hann segir enn fremur, að hver, sem drýgir þá
synd, muni »eigi að eilifu fá syndafyrirgefning, held-
rnr er hann sekur eilífs dómsáfellis«. Matt. 3, 29.
Margar af dæmisögum frelsarans flytja beinlínis eða
óbeinlínis kenninguna um eilífa vansælu. I dæmi-
sögunni um illgresið (Matt. 13, 24—30) kemst hann
þannig að orði: »Látið hvorttveggja (illgresið og
hveitið) vaxa saman til kornskerunnar; og þegar
Lornskerutíminn kemur, mun jeg segja við korn-
skerumennina : safnið fyrst saman illgresinu og bindið
það í knippi til að brennast, en safnið hveitinu í
mína kornhlöðu«. Matt. 13, 30. Frelsarinn útskýrir
sjálfur þessa dæmisögu fyrir lærisveinum sínum
með þessum orðum: »Sá, er sáði því góða sæði, er
mannsinsson; akurinn er veröldin; hinn góði ávöxtur
(hveitið) eru guðs börn; illgresið eru börn hins vonda;
en óvinurinn, er sáði því, er djöfullinn; kornskeru-
timinn er endir heimsins; kornskurðarmennirnir eru
englarnir. Því eins og illgresinu er safnað og það
brennt í eldi, eins mun fara við enda veraldar
þessarar; mannsins sonur mun þá senda engla sina
og þeir munu samansafna úr hans ríki öllum hneyksl-
unum, og þeim, er ranglœti fremja, og kasta þeim í
eldsofninn (ofn glóandi); þar mun vera grátur og
gnistran tanna\ þá munu hinir rjettlátu (góðu) skína
sem sól í ríki föður þeirra. Hver eyru hefur að
lieyra, hann heyri«. Matt. 13, 37—43. í dæmisög-
unni um tíu meyjarnar (Matt. 25, 1—13) segir frels-