Aldamót - 01.01.1893, Qupperneq 107
107
íið gamla test. hefði ekkert guðlegt bindandi gildi,
■et hann hefði litið þann veg á gamla test. Þegar
Frelsarinn því bendir til þessara ákvæða í gamla
test., eins og hann gerir, án þess að tilgreina nokk-
urn höfund, bendir að eins til þess, að ákvæðin séu
í »ritningunni«, þ. e. gamla test., þá virðist það lýsa
því allgreinilega, hvernig Frelsarinn leit ekki ein-
ungis á hin einstöku ákvæði bókarinnar, heldur á
hókina sjálfa yfir höfuð. 0g mun verða sýnt betr
fram á þetta.
Þegar lærisveinar Jóhannesar skírara komu til
Frelsarans og spurðu hann í nafni meistara síns,
hvort hann væri sá, sem koma ætti, eða hvort þeir
ættu að vænta annars, þá hagar Frelsarinn svari
sínu á þann hátt, að svarið sjálft skuli einmitt minna
Jóhannes á spádómana um hann hjá Esajasi og
þannig sannfœra hann um það, að hann, Jesús, sé
hinn fyrirheitni Messías. Sbr. Matt. 11, 4. 5. og
Esaj. 35, 5—8 og 61, 1. — Hann minnir þá Jóh.
hér á það, hvað um sig sé spáð í ritningunni, en
tilfœrir engan stað né höfund. Það á að vera nœgi-
legt fyrir Jóhannes, eða svo sýnist það, að hugleiða
að eins það, hvað um Messías sé ritað í ritningunni,
gamla testamentinu, og bera það svo saman við
það, sem fram komi, og hann, Jesús, geri. Bendir
ekki þetta í sömu áttina?
3. Frelsarinn tilfœrir staöi úr gamla testamentinu
án þess hann tilgreini höfunda.
Iíjá Matt. 19, 4. 5. tilfœrir Frelsarinn greinar
úr 1. Mós. 1, 27 og 2, 24 viðvíkjandi sköp-
un karls og konu og stofnun hjúskaparstéttarinnar.
Hann segir: »hafið þið ekki lesið?« Hvar? Eðlilega