Aldamót - 01.01.1893, Side 127
127
aö vanhelga Drottins helgidóm, hans bók, biblíuna.
Látum oss því ekki fara að eins og Jeróbóam; þvi
eins og fór fyrir honum, fer fyrir öllum þeim, sem
snúast gegn heilagri ritning, hvort heldr það er
gegn öðrum parti hennar eða henni allri í heild
sinni, og með þverúðarfullu hjarta neita að vilja
trúa þvi, að heilög ritning, gamla og nýja testam.,,
flytji þeim boðskap frá Drottni, en fyrirlíta boðskap-
inn. Hönd þeirra visnar. Trúiu, sem er höndin,
er vér getum veitt náð guðs viðtöku með, náðinni,
sem býðst oss öllum í guðs orði, hún visnar upp og
deyr. Látum oss ekki heldr fara með »annarlegau
eld fyrir auglit Drottins*, eins og þeir brœðr, synir
Arons, gerðu; en það gjörum vér, ef vér með hold-
legum skilningi, með guðshugmynd, sem er hugar-
burðr sjálfra vor, og með vantrú og auðmýktarleysi
göngum fram fyrir hinn heilaga 1 orði hans, eða ef
vér að eins fyrir forvitni sakir nálgumst runnann,
sem logar og brennr ekki. »Eldr fer þá út frá
augliti Drottins», eldr vandlætingar hans og réttláta
dóms, og deyðir oss, með því vér steypumst niðr í
æ svartara tnyrkr vantrúar og andlegs dauða. En
látum oss heldr fara með »eldinn frá guði« inn í
»helgidóminn«, með því að ganga fram fyrir hinn
heilaga í orði hans í ljósi »eldsins að ofan«, upp-
lýsingar heilags anda. Gangan inn í »helgidóminn«
verðr oss þá til andlegrar og eilífrar blessunar, vér
vöxum í »þekkingu hins heilaga«, hinum »sönnu
hyggindunum«. »Ljósið að ofan« gefr oss þá réttan
skilning á skuggunum, sem vér verðum varir við á
gamla testamentinu, að það eru skuggarnir vorir,
skuggar vantrúar vorrar. Og vér sjáum þá líka
skuggana á oss sjálfum, hina þungu skuggabletti á