Aldamót - 01.01.1893, Page 128
128
lífi sjálfra vor. Vér leikum oss þá ekki að skugg-
'unum. En því betr sem vér sjáum þá, því heitari
verðr þráin hjá oss eptir »ljósinu að ofan«, að það
breiði birtu sína yfir skuggana og dreiíi þeim. En
nú kemr einmitt »ljósið að ofan« til vor í gegnum
guðs orð. Vér skulum því trúa á það í anda og
. sannleika og játa trú vora á það með djörfung. Og
þá skulum vér líka með djörfung játa trú vora á
guðlegan uppruna og eðli gamla testamentisins, þrátt
fyrir allar árásirnar og allan uslann, sem gerðr er
út af mótsögnum og öðru ósœmilegu, sem á að
finnast 1 því. Vér þurfum sannarlega ekki að fyrir-
verða oss fyrir þá trú eða fara með hana í laun-
kofa; því gamla testamentið stendr á föstum grund-
velli, og verðr ekki af honum skekið. Frelsarans
vitnisburðr er með því; það höfum vér séð. Og
»þegar Guð er með oss, hver er þá á móti oss?«
Guð er með gamla testamentinu. Mun þá nokkur
vera á móti því? Mun nokkur, nokkurar árásir,
nokkurar atlögur og nokkurt uppþot vantrúarinnar
megna nokkuð á móti því? Æ, nei! Það hjaðnar
allt eins og hjómið. En gamla testamentið stendr
bjargfast eins og klettrinn stóri, stöðugi, stælti úti
í hafinu, með vitann á kollinum, lýsandi í myrkrinu
og hafrokinu, sem stórviðrið þeytir um hann.
Vér skulum því halda oss föstum við klettinn
þennan og ekki láta sogast frá honum út í djúpið
og dauðann af briminu; klifrum heldr ofar og ofar
. á klettinn, æ lengra upp í ljósið, svo að útsýnið
verði meira og meira og æ fegurra, og brimið nái
. ekki oss eða haflöðrið. Vér komumst þá loksins upp
þangað, er vér getum eilíflega glaðzt 1 hinu dýrðlega
, sannleiksljósi Drottins.