Aldamót - 01.01.1893, Side 134
134
toppnum, Everest, í Himalaja, heimsins risavaxnasta
fjallgarði inni í miðri Asíu, og horfði á hann undr-
andi eins og þá hœfUegustu líking af kærleikanum,
svo sem því, er mest og œðst er í öllum heimi.
En af því að eg kemst aldrei út yflr það að vera
Islendingr, þá, enda þótt eg skoði mig eiga heima
þar sem eg er, með eitt úthaf heimsins og þessa
heimsálfu hálfa á milli mín og Islands, mæli eg svo
margt, og ekki sízt það, er mér er dýrmætast og
helgast, með hinum takmarkaða íslenzka mæli-
kvarða. Hæsta fja.ll á fslandi hefir nákvæmlega
sömu þýðing fyrir mig, eins og eg er og eins og eg
býst við að verða, eins og liæsta fjall jarðarinnar
myndi hafa fyrir mig, ef eg væri orðinn kosmo-
pólít eða með öðrum orðum skoðaði heiminn allan
jafnt sem mitt föðurland. Þess vegua, þó að Ör-
æfajökull sé tiltöiulega svo lágr eins og hann er,
svo miklu lægri en hæsti tindrinn í Himalaja, þá
getr hann fyrir mér fullkomlega verið ímynd þess,
sem mest er í heimi. Og af því að þér, tilheyr-
endr mínir, eruð íslendingar eins og eg, eruð eflaust
ekki heldr orðnir heitnsborgarar, hafið ekki enn los-
að yðr við íslenzka mælikvarðann, þá áræði cg að
halda samlíkingunni frammi fyrir yðr og jafuvel í
yðar nafni. Sá fjalltoppr, sem hæst rís á ísiandi,
er þá ímynd kærleikans.
Það var einn svalan sunnudagsmorgun seint í
ágústmánuði 1889. Eg var á minni síðustu ferð
heim til íslands, kominn svo langt eins og norðar-
lega í hafið milli Færeyja og íslands, staddr uppi á
þilfari á danska póstgufuskipinu »Laura«, sem eg
befi oftar ferðazt með en nokkru öðru hafskipi.
Dagrinn var að mestu leyti bjartr, sólin skein í