Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 1
Eldr og eldsókn.
Eptir Jón Bjarnason.
Fyrirlestr, fluttr á kirkjuþingi í Argyle, Man.,
25. Júní 1896.
Eg ætla í þetta skifti að byrja mál mitt með
því, að minna yðr á eldgamalt íslenzkt æfintýri, sem
þér kunnið líklega allir og hafið víst margoft heyrt,
þegar þér voruð börn. Og það eldgamla æfintýri
er einmitt út af eldinum, einni af hinum fjórum höf-
uðskepnum í náttúrunni eftir þvf, sem einu sinni
var álitið. Æfintýrið byrjar á þvi, að eitt sinn voru
öldruð hjón, »karl og kerling«, sem bjuggu búi sínu
í koti nokkru. Þau áttu þrjár dœtr, sem nefndar
eru Ása, Signý og Heiga. Hinar tvær eldri systrn-
ar, Ása og Signý, voru í mesta uppáhaldi hjá for-
eldrum sínum; en yngsta systirin, Helga, var höfð
út undan, skoðuð bæði af foreldrunum og hinum
systrunum eins og auðvirðilegasta ambátt. Einu
sinni kom það óhapp fyrir í kotinu, að eldrinn dó.
Og varð þá náttúrlega lifsspursmál, að fá eld ein-
hversstaðar að, frá einhverjum nágrannanum, sem
fljótast og hœgast yrði náð til. Menn kunnu ekki á
þeirri tíð þá íþrótt að kveykja eld, svo að ef eldr-
Aldamót VI. 1