Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 32
32
ar Jesús nefnir þetta orð, »harðúð hjartans*, þá á
hann þar augsýnilega við harðneskjuna eða tilfinn-
ingarleysið, sem á hinni fornu gamla testamentis
tíð einkenndi mannlegt eðli. Guð tekr í öllum af-
skiftum sínum af Israelsmönnum tillit til þessarar
harðneskju eða harðúðar, bæði þegar hann sýnist
slá af kröfum hins heilaga lögmáls síns, og alveg
«ins, þegar hann lætr beitt ýmsum hegningarteg-
undum, sem mönnum nú á tímum í löndum hinnar
kristnu heimsmenningar geta algjörlega ofboðið. Til
þessa atriðis verðum vér þá líka vandlega að taka
tillit í dómum vorum um hina helgu sögu gamla
testamentisins og erindsreka drottins, er þá voru
uppi. — En vér þurfum jafn-samvizkusamlega að
taka tillit til þessa atriðis, þegar um þá menn er
að rœða, sem löngu síðar i sögu kristinnar kirkju
hafa rekið erindi drottins meðal villtra eða hálfvilltra
þjóða, menn, sem sjálfir hafa heyrt þeim þjóðum til
og hafa með þeim verið hluttakandi í harðneskjueðli
tímans. Eg vil benda á aðra eins menn eins og
Olaf konung Tryggvason og Olaf helga, sem verk-
fœri urðu í hendi guðlegrar forsjónar til þess að
greiða kristindóminum inngöngu meðal hinnar norsku
þjóðar. Það eru harðir menn og frá nútíðarinnar
sjónarmiði hræðilega grimmir menn; og oss getr
fundizt mjög raunalegt að hugsa um það, að slíkri
hðrku og hjá þeim kemr fram skuli hafa beitt verið
til stuðnings þvi mesta mannúðarmálefni, sem til er,
kristindóminum. En bæði er það, að enginn vegr
var til þess, að menn öðruvísi skapi farnir hefði á
þeirri tið getað rutt kristninni veg til Norvegs. Og
annað það, að þessir menn voru börn víkinga-aldar-
innar með sömu harðneskjunni í eðli sinu eins og