Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 81
81
4. Presturinn sem borgari.
Sá maður elskar þjóð sína heitast, sem mest ber
hina andlegu velferð hennar fyrir brjósti. Sá maður
ber hina andlegu velferð þjóðar sinnar mest fyrir
brjósti, sem heitast þráir, að mannssálirnar verði
frelsaðar frá andlegum dauða, og mest leggur í söl-
uriiar til þess, að það verði. Sá maður er mestur
og sannastur föðurlandsvinur, er mesta og einlæg-
asta viðleitni sýnir í því, að draga sálir samlanda
sinna að uppsprettu lífsins sjálfs og bezt kennir þeim
að bergja af lindum hennar.
Samkvæmt stöðu sinni eru því prestarnir ein-
lægustu föðurlandsvinirnir. Hvergi er ættjarðarástin
til í fegurri mynd en í brjóstum þeirra, svo framar-
lega sem þeir muna eptir hinni dýrðlegu hugsjón
stöðu sinnar. Því hún byggist á kærleikanum til
marmssálnanna, — kærleikanum, sem frelsaði heim-
inn frá glötun með því að út hella blóði sínu.
Svo framarlega sem oss íslenzku prestunum gæti
tekizt að láta þennan kærleika skina út úr orðum
vorum og athöfnum og allri framkomu vorri, mund-
um vjer ávinna oss kærleik og hylli þjóðar vorrar.
Islenzka prestastjettin yrði þá ekki lengur skoðuð
sem byrði fyrir þjóðina. Og það mundi þá ekkert
bergmál fá 1 hjörtunum, þótt því yrði kastað fram
af óhlutvöndum mönnum, að prestarnir eyddu merg
hennar. Sú skoðun mundi þá ryðja sjer til rúms,
að engir menn væru þjóð sinni þarfari en þeir, engir
elskuðu hana einlæglegar, nje væru jafn-fúsir á að
leggja lif og krapta í sölurnar fyrir hana. 0g hverj-
um einasta islenzkum presti ætti að vera um það
iiugað, að eignast þennan orðstir.
Hvernig eigum vjer að fara að þvi?
Aldamót VI.
6