Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 34
34
menntaheim. Skáldskapr, heimspeki, sagnaritan,
mælskufrœði — hvert meistaraverkið öðru fegra og
fullkomnara í þeim greinum. Og ýmsar tegundir
íþróttarinnar svo fullkomnar, að það, sem ágætast
er í nútíðinni í þeirri grein getr naumast við jafn-
azt. Og samfara þessu eins og að sjálfsögðu alveg
dœmalaus framför í öllum atvinnumálum: verzlan,
akuryrkju, iðnaði, o. s. frv. Hámenntað líf, fínt líf,
glœsilegt líf, fullt af þægindum og nautn, hjá öllum,
sem á annað borð höfðu nokkur ráð til að lifa. Og
þegar eg kemst svo að orði, þá á eg með því við
hinn frjálsa hluta mannfólksins. En eg get sagt
enn meira. Ailstór hópr þræla eða þeirra manna,
sem voru eign húsbœnda sinna, hjá Grikkjum og
Rómverjum, var menntaðr, og sumir þeirra meira
að segja hámenntaðir menn, spekingar að viti og
lærdómi, höfðu auga fyrir gœðum lífsins og gátu
notið þeirra. Svona langt komst heimrinn til forna
fyrir sakir þess elds, sem Grikkir fluttu til sín inn
i söguna og kveyktu á heimilisarni sínum. Og svona
stóð heimrinn rómversk-griski, þegar hann í upphafi
nýja testamentis tíðarinnar birtist oss sameinaðr í eitt
allsherjar-menntaríki undir hinni keisaralegu stjórn
Ágústusar og næstu eftirmanna hans. En með allri
þessari menntan var nýr, ákaflega mikill sársauki
kominn inn í líf almennings, allra þeirra, er mennt-
unarinnar nutu, inn í hið andlega líf og inn i hið
líkamlega. líf einnig. Sársaukinn og sæluaukinn,
sem menntanin hafði haft í för með sér, héldust
augsýnilega í hendr. Sársaukinn var langmestr hjá
menntuðustu mönnunum og yflrgnæfði þar hinn
fengna sæluauka algjörlega. Menn höfðu aldrei
áðr í heiminum fundið eins sárt til eins og einmitt