Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 143
143
snertír, betur en á nokkurn annan hátt, og hefur
þessi aðferð komið stórmiklu góðu til leiðar meðal
ensku-mæiandi íólks.
Á íslandi mundi þetta ef til vill
Hjarta- stranda á þvi, að enginn fengist til
lculdinn. að halda þessa fyrirlestra, — engum
menntuðum manni þætti það ómaks-
ins vert. En það sannaði þá bezt, hvílíkur skortur
á þjóðrækni er í landinu. Það eru býsna-margir
sýslumenn, læknar, prestar, kennarar, kandídatar
og stúdentar til i landinu, — eins margir tiltölulega
á við ómenntaða fóikið og í nokkru öðru landi, að
jeg held, ef til vill fleiri. Ef þessir menn vildu
leggjast á eitt með að gjöra eitthvað líkt þessu, er
svo sem auðsætt, hvílíkur hagur það gæti orðið fyrir
upplýsing alþýðu. En ef fáir af þessum mönnum
skyldu vera þessu vaxnir, sýnir það bezt, að eitt-
hvað meira en lítið er bogið við menntunina.
Jeg ímynda mjer, að það strandi ekki sízt á
þjóðræknisskortinum, — kærleikanum til mannanna,
— hann sje ekki svo mikill hjá öllum þorranum af
menntalýðnum, að nokkrir fengjust til að leggja
þetta á sig, hafa fyrir þvi. En þetta gjöra menn í
öðrum löndum mjög almennt, þótt fyrirkomulagið sje
misjafnt. Hvers vegna? Af því kærleikurinn til
mannanna er þar meiri, menntuðu íuönnunum þar
er heitara um hjartað, — farsæld og menning lands-
ins barna er þeim hjartfólgnara mál.
Ef allur kuldinn væri rekinn burt frá hjarta
vorra menntuðu manna, mundi margt fara á annan
veg en það fer í íslenzku þjóðlífi!