Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 65
65
tindi, sjái yfirborð jarðarinnar fyrir neðan sig, með
gnæfandi fjöllum og gróðursælum dölum, frjóvsömu
sljettlendi og ægilegum eyðimörkum, breitt út eins
og landabrjef.
Fjall eitt sjáum vjer þá gnæfa langt upp yíir
önnur fjöll og er eins og dalirnir og fjalllendið og
sljetturnar og eyðimerkurnar raði sjer í kring um
það og standi í einhverju leyndardómsfullu sam-
bandi við það.
Það er fjallið, sem talað er um í spádómsbók
Daníels, —- fjallið, sem tók yfir alla jörðina, guðs-
ríkið, er Kristur stofnaði meðal mannanna, — kristin-
dómurinn, sem gefið hefur mönnunum þeirra göfug-
ustu hugsjónir.
Um leið og vjer nefnum nafnið Jesús Kristur,
nefnum vjer mannsandans dýrðlegustu hugsjón, —
þá hugsjón, sem ein er nógu háleit til að draga alla
hugi til sín, er á annað borð koma auga á hana.
Hjá honum flnnum vjer allar göfugustu hugsjónir
mannanna sameinaðar, — þeim er öllum lypt upp í
hærra veldi og mynda til samans eina guðdómlega
persónu.
Aldrei verður mannkynið svo gamalt, að eigi
hafi það þessa hugsjón fyrir framan sig. Því vjer
skoðum ekki ævi mannkynsfrelsarans liðna nje starfi
hans lokið um leið og hið líkamlega líf hans hjer á
jörðunni var á enda. 0g vjer skoðum ekki kristin-
dóminn, eins og vjer nú finnum hann í lifi mannanna,
einungis sem afleiðing þess, er Kristur eitt sinn
gjörði. Heldur skoðum vjer persónu hans og verk
áframhaldandi og eilíft. Hann er lifandi og starf-
andi i sögu mannkynsins. Hann er lifandi og starf-
Aldamót VI.
5