Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 92
92
borgina. Garnli maðurinn vaknaði, tók rúmfötin,.
þau fáu sem hann hafði, og vafði utan um líkneskj-
una, því að ef leirinn, sem var blautur og fullur af
vatni, hefði frosið, var myndin hans eyðilögð. Um
morguninn fannst hann frosinn til dauðs. En lík-
neskjan lifði1.
Ef vjer eigum einhverja fagra og göfuga hug-
sjón, sem vjer elskum, og ef vjer skyldum vera
hræddir við næturfrost, — í guðs bænum látum oss
þá breiða aleigu vora yfir hana, svo hún fái að lifa.
Því það er fyrir minnstu, þótt vjer verðum stirðir
að morgni, ef hugsjónin lifir, — ef vjer höfum gefið-
henni lif með dauða vorum og látið hana verða
mörgum til freisis.
Svo hætti jeg. En hjarta mitt er fullt, — fullt
af gráti. Mjer finnst sem svo að segja hvert ein-
asta orð i fyrirlestri þessum risa upp með ákæru
gegn sjálfum mjer. Jeg finn nú til þess betur en
jeg hefi nokkru sinni gjört á ævi minni, hve illa jeg
hefi staðið við hugsjónir lífs mins, — hve langt,
afar-langt, líf mitt er frá því, sem það á að vera
og jeg þrái að láta það vera. Jeg finn, hvernigjeg
ligg í sorpinu, þó jeg horfi til himins.
Guð, vertu mjer syndugum líknsamur í Jesú
nafni!
1) Þessa tögu hefl jeg eptir Drurrimond.