Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 54
54
sem snúa öfugt við lífinu og viðhafast í gröfum fram-
liðinna, eru í raun og veru ónýtir menn.
Það tel jeg einn hinn allra mesta gróða, sem
vjer höfum haft við að flytjast hingað vestur, að
vjer höfum hætt að horfa stöðugt aptur fyrir oss.
Fáar og fátækar eru hugsjónir vorar, — miklu færri
og fátækari en þær ættu að vera. En það hafa
þær til síns ágætis, að vjer höfum þær fram undan
oss, að þær snúa ekki Öfugt við lifinu, að það eru
hinar sameiginlegu menningarhugsjónir nútímans.
0g vildi jeg af heilum hug óska þess, að það mætti
þeim ætíð til gildis telja.
Það eru til hugsjónir, sem eiginlega eru ekkert
annað en draumsjónir. Þegar framkvæmdina vantar
og allt lendir í afllausum draumórum, án þess leit-
azt sje við að leiða hugsjónirnar inn í lífið og láta
þær verða meir en fagran draum, verða þær litils
virði. Vjer eigum tiltölulega mikið af siíkum dreym-
andi hugsjónum í þjóðlífi voru.
Þegar um eitthvert framfaraspor eða fyrirtæki
er að ræða, lendir allt i eintómum orðasveim og
ráðabruggi. Endalausum fylkingum af örðugleikum
og afsökunum og ímynduðum grýlum er skipað fram
á vígvöllinn og skothríðin látin ganga, þangað til
hvert lítið fyrirtæki er af lífi tekið og ónýtt orðið.
En svo er fitjað upp iiptur, — byrjað á nýjum draum.
Allir eru hugfangnii ineðan það er eintómur draumur.
En þegar til framkvæmdarinnar kemur, fer með
þennan draum nákvæmlega eins og hinn fyrri. Og
svona koll af kolli. Mikið dæmalaust er þetta rót-
gróið í fari voru.
Jeg man eptir því, hvað einn mjögskynsamur hjer-
lendur maður, þó af útlendu bergi brotinn, sagði eitt