Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 18
18
aldrei áðr eins mikið til, eða að minnsta kosti
aldrei eins almennt lagt upp í hendr á almenn-
ingi. En sársaukinn nú meiri og almennari en
nokkurn tíma áðr. Menntanin þýðir það, að menn
fá augu á nýjum og nýjum lífsgœðum, líkamlegum
og andlegum, sem áðr lágu á huldu í tilverunni, fá
þau til sín inn í lífið og hœfilegleik til að njóta þeirra.
Lífsþægindin aukast. Sælu-uppspretturnar fjölga.
Því sjóndeildarhringrinn hinn andlegi hefir fœrzt út
í allar áttir. Heimrinn eins og orðinn svo miklu
stœrri en áðr. Heimrinn allt af að fara stœkkandi.
En menntanin þýðir það og, að augun opnast að sama
skapi fyrir óþægindum lífsins og annmörkum tilver-
unnar. Innan takmarka hins nýja, útvíkkaða sjón-
deildarhrings sér maðrinn miklu miklu meira myrkr
en áðr meðan sjóndeildarhringrinn var þrengri,
meira af vansælu þeirri og eymd, sem lífstilveran
hefir til brunns að bera, fleiri hættur, fleiri óhöpp,
fieiri slys vofandi yfir mannlífinu í öllum áttum.
Maðrinn gjörir meiri kröfur til lífsins en áðr. Það,
sem hann áðr gjörði sig ánægðan með, fullnœgir
honum ekki lengr. Það, sem áðr fannst honum vera
sæla, er nú fyrir hann engin sæla. Hann þráir sælu,
meiri sælu, nýja sælu, og heimtar hana. En með
útvíkkan sjóndeildarhringsins sjást takmarkanir þær,
sem maðrinn í framsóknarbaráttu sinni í áttina til
sælunnar er háðr, æ betr og betr. Arangrinn af
menntunarbaráttunni samsvarar ekki sæluþránni,
hinni sívaxandi sæluþrá, hinni sívaxandi þrá eftir
meiri sælu. Og út af þessu, að sá árangr samsvar-
ar ekki sæluþránni, finna menn áreiðanlega og mjög
eðlilega meira til mitt uppi í framförum þeim, sem
menntanin hefir af sér getið, en áðr. Menn finna