Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 112
112
haft nein not af kristindómi sínum, þá fleygir það
honum frá sjer. Það hefir ekkert við hann að gera.
Það er eins og þegar ungbarnið fleygir gullpeningn-
um undir eins og því er farið að leiðast að leika
sjer að honum, af því það þekkir ekki gildi hans.
Jeg bið yðr, tilheyrendr minir, að gá að því,
að þetta að verða »hugsandi«, eins og komizt er að
orði af andmælendum kristindómsins hjá oss, þýðir
ekkert annað en það, að fara að hugsa um kristin-
dóminn með samvizkuna sína sofandi. Guð gefi, að
allir Islendingar yrðu hugsandi menn, en að sam-
vizkan vaknaði hjá þeim um leið og hugsanin!
En jeg vík aptr að efninu. Þjer vitið hvaða
áhrif það hefir á mann, þegar matrinn meltist ekki,
en safnast fyrir. Hún fer þá fljótt, matarlystin. Er
nokkur furða, þótt eins fari í andlegum efnum, þótt
maðrinn fái ólyst á andlegu fæðunni, þegar hún að
eins hefir safnazt fyrir, en er ómelt í honum? En
þrátt fyrir það væri sannarlega ekki meiri meining
í því fyrir manninn að segja: »jeg vil ekki framar
neyta neinnar andlegrar fæðu«, en fyrir mann, sem
lystarlaus er orðinn á mat, að segja: »jeg hætti al-
gerlega að borða!«
En hvað verðr svo tíðast úr þeim mönnum, sem
eins stendr á fyrir, svona eru útbúnir andlega, ekki
hafa aðra þekkingu á kristindóminum, þegar kristin-
dómrinn verðr áreittr? Lífskrapt Guðs orðs þekkja
þeir ekki; því það hefir aldrei, að þeir vita, verið
þeim til nokkurs lífs. Þeir heyra talað um trú og líf,
eins og væru það tvær andstæ'ður, eins og trúin
væri eitthvað, sem kæmi ekki líferninu við og líf-
ernið væri alveg óháð trúnni. Hverju geta þeir
svarað? Þetta er einmitt reynsla þeirra. Svona