Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 14
u
sín svo mikla sælu, að hún yfirbugar allan sársauka
lífsins og dauðans.
Eg sagði áðan, að út af framfaraþrá og sælu-
löngun mannsandans hefði mannkynssagan orðið að
eldsóknarsögu, sem sí og æ héldi áfram. Og þá
skal eg nú taka það fram, að það hefir aldrei verið
eins mikill framfaraeldr brennandi á heimilisarni
mannkynsins eins og einmitt nú. Menntunarfram-
farirnar nú orðnar alveg makalausar; og þeim fleygir
fram með hverju líðanda ári með þeim hraða, sem
fyr á tíðum var alveg óþekktr, svo miklum hraða,
að í sannleika sætir undrum. Menn hafa lært að
verða herrar yfir náttúrunni eins og aldrei áðr.
Náttúruöflin hafa verið handsömuð og leidd inn i
félagslíf manna eins og óteljandi, óþreytandi, yfir-
náttúrlegir þjónar þess. Allskonar vélar, knúðar á-
fram af þessum huldu, en handsömuðu öflum, eru í
öllum áttum hins menntaða heims í gangi árið út og
árið inn til þess að vinna nauðsynjaverk fyrir líf
mannanna, afla þeim fœðu, útvega þeim klæðnað,
flytja þá fyrirhafnarlaust með flughraða nálega hvert
sem þeir þurfa að ferðast, flytja lífsnauðsynjarnar og
lífsþægindin inn í húsin þeirra. Líflð i hinum mennt-
uðu löndunum er fyrir þessar auknu framfarir orðið
eins og nýtt líf, sem algjörlega stingr í stúf við lífið
eins og það var fyr á tíðum. Heimrinn þar eins og
nýr heimr. Vísindunum fleygir áfram. Nýjar mik-
ilsverðar uppfundningar frá hálfu vísindamannanna
svo að segja daglega að koma fram. Með sjónauka
vísindanna sjá menn nú orðið nálegaígegn um holt
og hæðir; og það vitið þér allir, að menn geta nú
hindrunarlaust og tafarlaust talazt við yfir þær mestu
vegalengdir, sem til eru á jörðinni. Og ekki að eins