Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 25
25
sínu og sjálfum sér. Blöðin, sem felldu hinn þunga
dóm yfir Stanley, gleymdu því eða létu vera aft
taka nokkurt tillit til þess, að eins og á stóð hafði
hann ekki að eins rétt, heldr líka beinlínis skyldu
til þess, að fara nákvæmlega eins að og bann fór.
Það var lífsspursmál ekki að eins fyrir Stanley
sjálfan persónulega, heldr líka fyrir heimsmenningar-
erindi það, sem hann var að reka, að beita allri
þeirri harðneskju, sem hann beitti. Og þó yrði þetta
elcki fullkomlega réttlætt frá sjónarmiði mannúðar-
innar og mannkærleikans, sem nú fyrir opinberan
kristindómsins er kominn inn í mannkynssöguna og
hina siðferðislegu meðvitund menntaþjóðanna í heim-
inum, ef ekki kœmi annað atriði til skoðunar.
Þessir villimenn í Afriku, sem Stanley var við að
eiga, voru í því lífsástandi, að þeir fundu nálega
ekkert til. Harkan, sem hann beitti við þá, var, þó
að hann, menntaðr og kristinn maðrinn, tœki hana
sér undr nærri, nálega engin harka í samanburði
við það, sem hún hefði verið, hefði henni verið beitt
við menntað fólk eða fólk, sem fœðzt hefði upp í
einhverju af menntalöndum heimsins. Enda stendr
Stanley nú fyrir löngu al-rétt!ættr í meðvitund alls
hir.s menntaða heims fyrir þetta, sem einu sinni af ein-
stöku öfundarmönnum hans og suraum þröngsýnum
blaðamönnum var verið að leggja honum út til synd-
ar og skammar.
En jafn-þröngsýnir eða andlega blindir eru þeir
vantrúarmenn nútíðarinnar, sem allt af eru að glamra
með það, hvað mikil og óþolandi grimmd komi fram
hjá stórraennunum mörgum á tíð gamla testamentis-
ins, sem eftir því, er kristin kirkja með nýja testa-
mentið í höndum sér trúir og kennir, störfuðu og