Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 19
19
meira til hins illa í lífinu og tilverunni. Sárari til-
finning. Meiri sársauki. — Einn stórvitr maðr á
norðrlöndum, sem fyrir fám árum er hniginn til
moldar, Monrad biskup í Danmörk, bendir á tvö
andleg stórveldi í heiminum, sem aldrei hafi neitt
líkt því eins mikið borið á eins og á vorri tíð. Það
er óánœgjan og öfundin. Það er dagsanna. Það
var dagsanna fyrir tuttugu árum, þegar þessi orð
voru fram borin. Og dagsanna nú jafnvel enn þá
fremr. Það stendr í beinu sambandi við hinar miklu
menntaframfarir í heiminum á síðustu tímum, að
þessi andlegu öfl eru orðin að sannkölluðum stór-
veldum í lífi mannanna. Og þau hafa fremr öllu
öðru á vorri tíð orðið að stórveldum í heiminum
fyrir þá sök, að menntanin, sem nú ekki lengr er
eign hinna fáu og útvöldu, heldr er farin að verða
sameign allra, hefir komið til almennings með sí-
vaxandi kröfur til lífsins, hefir komið til almennings
með meiri sæluþrá en samsvari gœðum þeim, sem
hin aukna þekking eða menntan hefir fiutt inn í líf
þeirra. Út aí því kemr óánœgja; og út af saman-1
burðinum við aðra menn, sem betr eru settir eða
betr sýnast settir, þetta ljóta, sem kallað er öfund.
Menntanin orðin að sársauka, eldi, sem brennr svo
ákaflega víða í nútíðarlífi almennings. Og enginn
vafi á því, að þegar óánœgjan og öfundin eru nefnd-
ar á nafn, þá eru það einhverjar átakanlegustu teg-
undir af sársauka mannlegs lífs; og því fer víst ekki
mjög fjarri, að þar einmitt sé brennipunktr þess
sársauka, sem inn í mannkynssöguna er kominn með
hinum veraldlegu menningarframförum þjóðanna.
Sársaukinn i þessari mynd ber vott um syndaeðli
mannanna, og hann er vitanlega beinlinis synd.
2*