Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 130
130
hólm við þann vantrúinnar og kæruleysisins anda,
sem nú gjörir sig breiðan í þjóðlífi voru.
Verði Ijós hefur tvær óvinafylkingar tyrir fram-
an sig. í annarri þeirra eru allir opinberir og
svarnir óvinir kirkjunnar, hatursmenn hennar, sem
hafa sagt henni stríð á hendur. Sú fylkingin er nú
ekki svo sjerlega hættuleg.
En í hinni eru allir þeir, sem látast vera vinir
kirkjunnar, en eru það ekki í hjarta sínu, — menn-
irnir, sem alls ekki álíta það skyldu sína, að standa
við hugsjón kirkjunnar framar en verkast vill, —
eru því stöðugt að svíkja hana i kenningu sinni og
lífi bæði leynt og ljóst, — allir hálfvolgir herrans
þjónar, sem standa með annan fótinn í kirkjunni, en
hinn í heiminum, — öll hempuklædd heimsins börn.
Og sú fylking er stór, — stærri en augað eygir. —
En svo er öll barátta trúarinnar gegn vantrúnni í
öllum hennar myndum barátta Davíðs við Goliat.
Sá, sem kemur í drottins nafni, er vel vopnum bú-
inn. Og þá leggst opt lítið fyrir kappann risavaxna.
»Verði ljós« kemur í drottins nafni. Og þess vegna
er jeg þess fullviss, að hann gefur þeirri kirkjulegu
stefnu sigur, sem það blað hefur gjört að prógrammi
sinu. í því er nú líka öll lífsvon kirkju vorrar
fólgin.
»Jeg má víst til með að gjörast kaupandi að
þessu nýja kirkjublaði«.
Já, það ættir þú að gjöra fyrr í dag en á morg-
un. Jeg vona þú sjáir aldrei eptir þvi.