Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 62
G2
söngur. En þegar nær dregur, fara áhorfendurnir
að taka eptir fánuuum, sem upp hafa verið dregnir
á skipum þessum. A fána þess skipsins, sem á und-
an fer, sjá þeir hauskúpu af manni. Og skipin, sem
á eptir fara, hafa sömu hauskúpuna fyrir merki,
með fótleggi lagða í kross fyrir neðan á ýmislega
litum grunni. En hvar er þá lifsgleði Frakklands,
spyrja menn. Hún kemur siglandi á eptir. En þar
eru dansandi manna beinagrindur dregnar á fán-
ana.
Það eru hugsjónir frakknesku skáldanna, sem
Björnson táknar þannig.
Vjer viljum nú láta hinn litla íslenzka bók-
menntaflota sigla hjer fram hjá oss og fá, þótt ekki
sje nema augnabliks sýning af fánunum, sem þar hafa
verið dregnir upp.
Eyrsta látum vjer þá sigla Bjarna og Jónas
og rjett á eptir þeim Jón Thoroddsen. Þeir hafa
allir dregið upp sama fánann, — fána föðurlands-
ástarinnar. Þá kemur Benidikt Gröndal á mjög ein-
kennilegri kænu; á hans fána sjáum vjer fáránlega
mynd af skógarguðinum Pan, og er það dularfullt
merki. Þá Gísli Brynjúlfsson með fána ástarinnar.
Þá Steingrímur Thorsteinson með fána fegurðarinnar.
Þá Matthías Jochumsson með fána vonarinnar. Þá
Grímur Thomsen með fána karlmennskunnar. Þá
Hannes Hafstein með fána lífsgleðinnar. Þá Krist-
ján Jónsson og Gestur Pálsson með fána heimssorg-
arinnar. Þá Einar Hjörleifsson með fána mannúðar-
innar. Þá Valdimar Briem með fána trúarinnar.
Þá Þorsteinn Erlingsson, rekandi lestina, með dans-
andi beinagrind dregna upp á sinn fána.