Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 46
46
lenzkt hús eða hreysi ofnlaust. Eldr til upphitunar
og allra þeirra lífsþæginda, sem þar með fylgja, á
hverju einasta heimili. Sá eldr bendir á nærri því
óteljandi gœði og lífsþægindi, er vér allir njótum
fram yfir það, sem almenningr hefir enn af aó
segja á Islandi. En vér finnum allir að sama skapi
meira til út af ýmsu og ýmsu en vér gjörðum með-
an vér sátum heima. Kröfurnar til lífsins meiri.
Þarfirnar fleiri. Og þær fara sívaxandi. Nýr og
nýr sársauki með hverju spori, sem vér stígum lengra
áfram inn i heim menningarinnar. Og þegar svo er
komið, þá er sýnileg og áþreifanleg ástœða fyrir
allt vort fólk hér til þess, að halda dauðahaldi í
kristindóminn, lífsspursmál að hafa þá andlegu stofn-
an hjá sér, sem flutt getr inn í hús og hjörtu manna
þá sælu, sem yfirgnæfir allan bæði nýjan og gamlan
sársauka lífsins.
Kristin kirkja er nú vitanlega þvílík stofnan.
Fyrir tilveru hennar hjá yðr eigið þér kost á því,
að halda hjá yðr sælunni, sem syndugum mann-
heiminum er veitt með Jesú Kristi. 0g ekki ein-
ungis hjá sjálfum yðr, heldr líka tryggja kynslóðinni,
sem á eftir yðr kemr, þessa sælu. — Hlynnið þá að
kirkjunni yðar af öllum mætti. Henni einni er til
þess trúanda, að sœkja hinn guðlega eld og flytja
hann inn í hús manna þeim til eilífs sæluauka. —
Munið eftir, hvernig fór fyrir þeim Ásu og Signýju
í æfintýrinu, þegar þær áttu að sœkja eldinn. Helga
ein er hœf til slíkrar eldsóknar. Það er eitt af
heiðrsnöfnum kristinnar kirkju, að hún heitir Tiin
heilaga — Helga. Hafið hana ekki út undan. Sjáið
ekki ofsjónum yfir því, sem þér þurfið að leggja
fram henni til lífsviðrværis.