Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 82
82
Það kemur mjer svo fyrir sjónir sem islenzkir
prestar um langan undanfarinn tíma hafi f þessu
tilliti verið á algjörlega rangri leið. Þeir hafa gefið
sig við öllum mögulegum og ómögulegum störfum
og ætlað með því að ávinna sjer kærleik þjóðar
sinnar. Hugsjón þeirra hetur verið sú að verða
höfðingjar i sveitinni og meira og minna riðnir við
svo að segja hvert almennt mál. Að sitja sem er-
indsrekar þjóðar sinnar á þingi hefur um langan
tíma haft mjög heillandi áhrif á hugi þeirra. Sú
hugsun hefur smámsaman læðzt inn, að það væri
fremur lítið varið í prestsstöðuna eina og út af fyrir
sig. En að láta sem mest til sin taka og á sjer bera
í borgaralegu fjelagi, það er fínt.
Afleiðingin af þessu verður auðvitað sú, að prests-
embættið sjálft situr á hakanum, er haft i hjáverk-
um, kemst svo í meiri og meiri vanhirðu. 0g margir
menn, sem ástæða hefur verið til að ætla, að yrðu
ágætir prestar, þegar þeir tókust þá stöðu á hendur,
— menn með mikla hæfileika og vakandi hugsjón-
ir, — hafa á skömmum tíma orðið miklu betri bænd-
ur eða hreppsnefndarmenn eða pólitiskir leiðtogar
heldur en prestar. Og það er sárt að sjá, því það
er hugsjónin, sem þá hefur verið svikin.
Jeg skal fúslega kannast við, að prestarnir hafl
unnið stórmikið gagn með hluttöku sinni í borgara-
legum starfsmálum, ekki sizt með þingstörfum sínum.
Margir þeirra hafa eflaust áunnið sjer traust og
hylli fyrir sín veraldlegu störf. En það er ekki
nema stundar kærleikur. Og sá kærleikur er einkis-
virði hjá þeim kærleika, sem presturinn ávinnur sjer
með því, að gefa sig við eigin stöðu sinni af öllum
mætti og elska prestsstörf sín um fram öll önnur