Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 53
53
lifa fyrir, helga líf sitt, stríða og starfa fyrir. Og
hún á þá enn þann dag í dag.
En hugsjónirnar hafa of opt snúið öfugt við
þjóðlífinu. Þær hafa of opt verið fyrir aptan oss,
en ekki fyrir framan oss. Það kemur mjer svo
fyrir sjónir, sem það sje stöðugt heill hópur af Is-
lendingum, menntuðum og gáfuðum mönnum, sem
hafa hugsjónir sínar fyrir aptan sig, en eiga enga
framundan sjer. Það kemur svo átakanlega fram í
þessu litla, sem ritað er. Meginið af öllum hugsun-
um vorra gáfuðustu og menntuðustu manna snýst
utan um fornfræðina. Fornöldin er þeirra eitt og
allt. Það er eins og þeim þyki allt gott og gull-
vægt, sem er nógu gamalt. Það er algjörlega öfug
hugsjón. Og það kemur líka fram á þann hátt, að
þessum mönnum, lang-flestum, virðist alls-ómögulegt
að láta sitt fornaldargrúsk bera nokkurn ávöxt fyrir
yfirstandandi tíð.
Jeg segi ekki þetta af því að jeg beri eigi full-
komna virðingu fyrir hinu gamla. Vjer stöndum á
öxlum liðinna alda. Að slá striki yfir hið liðna og
virða það vettugi, er að kippa grundvellinum undan
fótum sjer. Hin sögulega þekking vor ætti að gjöra
oss að færari mönnum til að leysa af hendi þau
skylduverk, sem fyrir framan oss liggja. Hún á
ekki að draga huga vorn svo til sín, að vjer snúum
öf'ugt við því lífl, sem rís í háum öldum umhverfis
oss. Hún á að skapa hærri og sterkari hugsjónir
fram undan oss og hjálpa oss til að leiða þær inn í
líf vort og þjóðar vorrar. Ef hún fær því eigi til
leiðar komið, er hún öfug og ónýt.
Öfugar hugsjónir eru ónýtar hugsjónir. Meun