Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 83
83
störf. Með þvi vinnur hann þjóð sinni margfalt
meira gagn en á nokkurn annan hátt. Margfaldur
hefði því árangurinn orðið at starfl islenzkra presta
fyrir þjóð vora, ef þeir hetðu aldrei seilzt neitt út
fyrir verkahring stöðu sinnar og álitið hann svo
stóran og þýðingarmikinn, að þaðan mættu þeir
aldrei með hugann hvarfla.
Hve nær sem presturinn fer að hafa stöðu sína
í hjáverkum, verður farið að tala um, að hún sje
ónauðsynleg og ætti að afnemast. En að afnema
hana er að afnema kirkjuna sjálfa. Ogsúþjóð, sem
afnemur kirkjuna sína og vill ekki leyfa henni að
vera til í neinni mynd, ristir lífæð líkama sins í
sundur og lætur sjer blæða út.
Jeg hefi það því fyrir satt, að það sje lífsspurs-
mál fyrir vora íslenzku kirkju, að prestarnir hætti
við þennan urmul af veraldlegum smá-embættum,
sem dengt hefur verið upp á þá. Tími þeirra og
kraptar eru of dýrmætir til slíkra hluta. Það eru
nógir, sem leyst geta þau störf bærilega af hendi.
En prestsstaðan hefur of háleitt verk að vinna til
að láta fjötra sig niður við slika smámuni.
Menn misskilji mig ekki. Jegvilekki, að prest-
urinn láti sjer neitt mannlegt óviðkomandi. En það
er allt annað að bera hlýjan hug til þess og láta
þann hug í ljósi á hvetjandi og fræðandi hátt, þegar
tækifæri gefst, en að láta það verða að neti, sem
flækist utan um mann, svo ekki verður snúizt, hvorki
til hægri nje vinstri. Presturinn á að standa bak
við hina borgaralegu starfsemi, án þess að flækjast
sjálfur of mjög inn í hana. Hann á að kenna hverj-
um einum að standa við hugsjón þeirrar stöðu, sem
hann hefur kosið sjer. Hann á að vera sá, sem
6*