Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 128
128
einn af hinum þremur útgefendum blaðsins. Þau
rök, sem þar eru færð fram, eru þessi: 1. spádóm-
arnir, 2. upprisa frelsarans, 3. lífsafl kristindómsins
til að endurfæða manneðlið eins og þetta kemur
fram í sögu mannkynsins, 4. reynsla kristinna
manna. — Ritgjörð þessi hefur sömu einkennin og
allt, sem staðið hefur í blaðinu, ljósa hugsun, lipr-
an rithátt og einlæga viðleitni til að sannfæra. Þetta
eru tvær lengstu ritgjörðirnar, sem blaðið hefur fært
lesendum sínum. En margar aðrar smærri hafa
þar verið, sem mikið hafa til síns ágætis.
Bjarni Símonarson, sá af útgefendunum, sem
minnst hefur ritað i blaðið, birti í fyrsta blaðinu
laglega samið yfirlit yfir hið kirkjulega ástand á
íslandi. I marzblaðinu er mjög evangelisk föstu-
hugleiðing eptir sama höf. — S. P. Sivertsen hefur
meðal annars ritað um Hans Nielsen Hauge, aptur-
hvarfsprjedikarann mikla 1 Noregi.
Langmest hefur síra J. H. sjálfur ritað. í hverju
blaði. hefur verið hugleiðing guðrækilegs efnis og
eru þær allar nema ein eptir hann. Þær eru allar
háevangeliskar í anda og taka mjög ljóslega fram
þau atriði trúar vorrar, sem mesta áherzlu þarf á
að leggja, eins og nú er ástatt. Sjerstaklega vil jeg
benaa á vígslulýsingarræðu hans: Ekkert nema
Jesúm Krist og hann krossfestan. Þarfari texta er
naumast unnt að leggja ungum nútíðarpresti á hjarta
um leið og hann byrjar sitt þýðingarmikla starf.
»Hefur þetta nýja blað hreyft nokkrum kirkju-
legum nýmælum?«
Síra J. H. hefur í einni ritgjörð sinni í blaðinu
hreyft því nýmæli, að farið væri að stofna til frjálsra
kirkjulegra funda út um landið, þar sem lögboðnir