Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 145
145
Engum íslenzkum bóksala hefur víst
IslenzJc til hugar komið, að vjer hjer vestra
bokverzlun. mundum hafa nokkra löngun til að
eignast aðra eins bók og þessa. —
Hingað hefur enn þá ekkert einasta eintak komið í
bókaverzlunina. Nú þykist jeg einmitt vita, að æði
margir hjer fjrrir vestan yrðu sólgnir i að lesa þessa
bók. Prestarnir kvörtuðu sárt um það í sumar, að
geta ekki náð í hana. En þetta er að eins ofurlítið
sýnishorn af því ólagi, sem er á bókaverzlun vor
Islendinga. Það er eins og útgefendur íslenzkra
bóka liggi á þeim eins og ormar á gulli, til þess að
sem minnst skuli seljast. Barnasálma síra Valdimars
var ekki hægt að fá fyr en eptir dúk og disk. Og
nú hafa þeir um langan tíma ekki verið fáanlegir,
þótt glóanda gull v7æri í boði. Biblíusögur Tangs,
langbeztu biblíusögurnar, sem vjer höfum eignazt,
bók, sem álitin er klassisk í sinni tegund í Danmörku
og er það lika í raun og veru, bók, sem gengið
hefur gegn um ótal útgáfur þar og verið útgefend-
unum stórkostleg gullnáma, — hefur nú um langan
tíma verið útseld hjá oss og engar ráðstafanir kunn-
ar um endurprentun hennar. Svona mætti telja upp
langan lista. Vjer hjer vestur frá höfum einlægan
vilja á því að hlynna að íslenzkri bókaverzlun eins
og oss er frekast unnt,- Og hjer selst heill urmull
af bókum og mætti selja miklu meira. En þá ættu
líka islenzku bóksalarnir heima að senda hingað
þær bækurnar, sem líklegastar eru til að seljast, en
ekki ruslið, sem enginn vill eiga.
Jeg skal taka það fram um leið, að þeirra bóka
skal verða getið í »Aldamótum«, sem ritstjóranum
kynnu að verða sendar til umgetningar.