Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 23
23
vorrar, og voru svo að segja daglegt brauð manna
þá, kœmi fyrir rétt snöggvast mitt uppi í mannfé-
lagi voru á þessum tíma, þá myndi hvert manns-
barn i þeim hópi algjörlega standa á öndinni af
sársauka. Hinir særðu og limlestu menn myndi ekki
þola við fyrir líkamlegri kvöl, og hinir allir, sem
að eins væri þar sjónarvottar, myndi ekki heldr
þola við — fyrir andlegum sársauka. — Oss er
gjarnt að líta á þessa fornu tíð í sögu forfeðra vorra
eins og glæsilega gullöld. Og vér höfum hetjurnar
í fornsögunum í stórmiklum heiðri fyrir hreysti þeirra
og frægðarverk. 0g það er brýnt fyrir oss af
skáldum vorum og öðrum rithöfundum, að feta sem
bezt í fótspor þeirra, og fremr öllu öðru að læra af
þeim hugrekki og karlmennsku. Ekki er vert að
kasta þeim hugsunum og þeim kenningum algjörlega
á glœ. En stórmikið af hreysti þessara heiðnu hálf-
villtu fornmanna, forfeðra vorra, er ekki annað en
líkamlegt og andlegt tilfinningarleysi, þýðir ekki
annað en það, að sársauki menntalífsins var ekki
enn til þeirra kominn. Það er óeðlilegt og í raun-
inni ómögulegt á vorri tíð að finna eins lítið til út
af skelfingum lífsins eins og þessir menn gjörðu á
sinni tíð. Þess er enginn kostr fyrir aðra en þá
menn, sem fœðzt hafa og upp alizt í svipuðu þjóð-
lífsástandi og kynslóðin á víkinga-öldinni. Og til
þess að hitta slíka menn nú þurfum vér þó í raun-
inni að leita út fyrir allt eiginlegt þjóðlíf, með öðr-
um orðum inn í heim algjörðra villimanna eins og
Svertingja í Afríku, sem enn þá eru að miklu eða
öllu leyti ósnortnir af heimsmenning nútíðarinnar
eða nokkurri annarri eldri menntan. Þér hafið það
vfst allir fyrir satt, að mannæturnar í villimanna-