Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 96
'JG
svo, að verða vantráarmaðr. Slzt af öllu getr þeim
þó komið nokkuð þvilíkt til hugar. Jeg hefl heyrt
fólk fárast um það eins og væru það einhver býsn,
að t. d. eins skynsamr maðr og hann Jón skuli vera
vantrúarmaðr. Ef allir heimskingjarnir væru van-
trúarmenn, væri hægt að skilja það, en hitt —!
Aðr en jeg nú svara upp á spurninguna, er
nauðsynlegt, flnnst mjer, að gerð sje grein fyrir,
hvað meint er með vantrú. Það heflr sem sje úr
vantrúaráttinni iðulega verið gerð tilraun til þess
að koma ruglingi á hugmyndina. Sumum vantrúar-
mönnunum finnst þeir hafi fulla heimild til þess að
kallast trúaðir, ef þeir á annað borð hafa trú á
nokkuð, ekki sízt ef þá þetta nókkuð skyldi vera
einhver æðri vera, sem annaðhvort heflr haft ein-
hvern tíma einhver afskipti af tilverunni eða er nú
eitthvað við hana riðin. Þannig sást nýlega einn
þeirra í einu blaðinu á Islandi vera að bisast við
að troða sjer inn í hóp trúaðra manna með aðstoð
Tohtois, ritsnillingsins rússneska. Ef Tolstoi teldi
hann trúaðan, þá hlyti hann að vera trúaðr.
Svo virtist hann hugsa, maðrinn. Trú kristinna
manna kallar hann svo TcirTcjutrú', enda er hún eðli-
lega í augum hans ekki rjetthærri en hver önnur trú.
Við öðru má ekki búast. Þeir sem óheilir eru,
látast ævinlega vera eitthvað annað en þeir í raun-
inni eru. Líka þarf enga sjerstaka snilld til þess
að setja nafn trúarinnar utan á sig eins og einhvern
merkisskjöld og benda svo á skjöldinn sem fullnað-
arsönnun fyrir þvi, að inni fyrir sjeArú. En þegar
inn fyrir kemr, undir fötin, kemr brátt í ljós, að
trúin var ekkert nema merkisskjöldr.