Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 26
26
töluðu í ísrael í umboði hins algóða og réttláta guðs
og innblásnir voru af hinum heilaga kærleiksanda
hans. Vantrúin, og sérstaklega nútlðarvantrúin með-
al vor íslendinga, er sí og æ að stagast á þvi, hve
ófyrirgefanlega harðir og grimmir aðrir eins gamla
testamentis menn eins og þeir Móses, Jósúa, Samúel,
Davíð og Elías hafi verið, þar sem þeir, þegar því var
að skifta, hafi látið slátra mönnum, óvinum Israelslýðs
eða þeim meðal Israelsmanna, er svikið höfðu trúar-
málefni þjóðarinnar, eins og hefði verið óarga dýr.
Og önnur eins framkoma af hálfu þessara gamla
testamentis manna, önnur eins harka, önnur eins
grimmd, beri þó sannarlega vott um allt annað en
það, að þeir hafi haft guðs anda yfir sér. Með þess-
um dómi á að dauðrota gamla testamentið sem hei-
lagt, guðinnblásið ritsafn. Með þessari röksemda-
fœrslu á að gjöra kenning kirkjunnar um guðlegan
innblástr ritninganna að hlœgilegri heimsku. Með
þessu vopni á að leggja kristna kirkju og kristna
trú að velli. Vantrúin meðal vor Islendinga, þegar
hún er að vinna verk missíónar sinnar, heldr stöð-
ugt á þessu vopni í hendinni, hampar því að mönn-
um, reiðir það á loft, alveg eins og Golíat til forna,
er hann með kylfuna sína óð fram fyrir fylkingar
Israelsmanna. Hún þykist með þessari Golíats-kylfu
eiga sigrinn vísan rútt eins og að sjálfsögðu. En
eins og forðum ekki þurfti nema lítið til að gjöra
út af við Golíat, þrátt fyrir hans risavöxt og raup,
og þrátt fyrir hið œgilega vopn hans, nefnilega einn
ungling fyrir innan tvítugt, nálega vopnlausan, eins
og Davíð, alveg eins þarf ekki nema lítið til að slá
þessa Golíats-kylf'u, sem vantrúin hefir uú fremr
öllu öðru fyrír sig að bera, úr hendi hennar. Og