Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 61
61
til heiðurs eða minnkunar þjóðar sinnar. Ef' oss
skortir mátt til að koma í veg fyrir, að þjóð vor
gangi á vondum vegum, getum vjer að minnsta
kosti eitthvað gjört til að leiðbeina og lypta hugum
hinna fáu og ieiða líf þeirra inn i annan farveg,
svo finnast mættu ætíð frelsandi leifar meðal fólks
vors, lifandi og starfandi í heimi sterkra og heil-
brigðra hugsjóna.
IV.
Hugsjónirnar og skáldin.
Skáldin eru um fram aðra menn til þess kölluð,
að halda hugsjónum þjóðanna vakandi. Hjá skáld-
unum er hið skapandi ímyndunarafl vanalega yfir-
gnæfandi. Andans heimur stendur þeim opnari en
öðrum mönnum. Þar sem skáldskapargáfan er á
háu stigi, er eins og andi skáldsins sjái gegn um
bolt og hæðir. Og það, sem skáldin sjá þannig um
fram aðra menn, sýna þeir aptur í skáldskap sínum.
Þessar sýnir skáldanna, — útsýnið, sem þeir gefa
inn í andans hulda heim, — eru hugsjónir.
Nú á síðastliðnu vori hefur skáldið Björnstjerne
Björnson, sem fyrir löngu er orðinn heimsfrægur
maður, látið ritgjörð eptir sig birtast í tímaritinu
Forum, sem út kemur í New-York, um hinar nýj-
ustu bókmenntir Norðmanna. Hann byrjar með því
að lýsa, hvíiíkur straumur af fólki mundi verða nið-
ur til strandarinnar, ef sú fregn bærist út hjer fyrir
vestan, að bókmenntafiotar Norðurálfunnar væru
væntanlegir yfir hafið. Hin einstöku skip lætur
hann tákna höfundana. Fyrstan lætur hann rúss-
neska flotann koma; en því næst hinn frakkneska.
Þar er ósköp um dýrðir, skot og hljóðfærasláttur og