Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 129
129
hjeraðsfundir og prestastefnur (synodus) sýnist ekkí
geta náð tilgangi sinum. Fyrir þeirri hugmynd ætti
hann að berjast, þangað til hún nær fram að ganga.
Það er um að gjöra, að þeir af prestum landsins,
sem einlæglega vilja standa við prógramm kirkj-
unnar, sameini krapta sína, til að hrinda af stað
nýjum lífshreyfingum. Og til þess væru þessar frjálsu
kirkjulegu samkomur einn bezti vegurinn, enda hafa
þær lengi tíðkazt í ríkiskirkjum flestra prótestant-
ískra landa. Jeg vona, að þess verði eigi langt að
bíða, að vjer fáum fregnir af einhverjum frjálsum
kirkjufundi, sem haldinn hefur verið á fósturjörðu
vorri, þar sem nokkrir áhugamenn hafa komið sam-
an til að íhuga mál kirkjunnar í bæn til drottins
um nýtt iíf og nýja trú og nýjan andans eld af himni.
Þótt þetta verði í smáum stil í fyrstu, gjörir það
ekki svo mikið til. Einungis að byrjunin sje gjörð
og látin verða »mikils vísir«. Hvar sem tveir sam-
huga prestar ná saman, gætu þeir byrjað hvor i fje-
lagi við annan.
Á stað, á stað, í drottins nafni! Látum ekkí
sitja við orðin tóm! Það ættum við prestarnir að
segja í hvert skipti, sem drottinn hefur gefið oss
einhverja góða hugmynd til framfara og lífsglæð-
ingar.
»Hver virðist þjer nú eiginlega vera stefna þessa
nýja kirkjublaðs?«
Stefna biblíunnar, stefna trúarjátninganna, stefna
kirkjunnar, vorrar eigin lútersku kirkju, — sú stefna,
sem kirkjufjelag vort hefur tekið sjer og hefur leit-
azt við að halda fram í öll þessi ár,------að standa
við hugsjón kirkjunnar í einu og öllu og ganga á
Aldamót VI.
9