Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 22
22
lesið þar ofr-lítinn kafla, þar sem verið er að segja
frá vígaferlum og blóðsúthellingum þeim, sem þeir
menn fornaldar vorrar stóðu svo að segja daglega
uppi í. Þær eru nærri því óteljandi, lexíurnar fyrir
liflð, sem blasa við oss i þeim fornritum. En sú
lexían, sem raér að minnsta kosti nú finnst mest um,
er fólgin í því, að þar kemr svo skýrt, svo átakan-
lega og svo ógurlega fram, hvað maðrinn í því lífs-
ástandi, á því stigi menntunarinnar eða menntunar-
leysisins — hvort sem þér heldr viljið kalla það —
getr fundið lítið til. Það er eins og tilfinningin sé
nálega alveg horfin úr mannlegu lífi, eða eins og
hún sé ekki enn komin inn í manneðlið. Menn eru
brytjaðir niðr eins og slátrfé. Og þeir, sem fyrir
því verða, sýnast í langflestum tilfelium taka sér það
eins létt eins og hinir, sem á þeim vinna. Það eru
höggnar af mönnum hendr og fœtr; og enginn
kveinkar sér. Og það kemr jafnvel fyrir, að menn
eru ristir á hol og þarmarnir raktir úr þeim, þang-
að til þeir á svipstundu hníga niðr örendir. En
ekkert æðruorð, ekkert sársauka-andvarp heyrist.
Og þessi harka, eða karlmennska, eða tilfinningar-
leysi, ekki að eins hjá höfuðmönnum sögunnar, hin-
um eiginlegu söguhetjum, heldr líka hjá öllum öðr-
um, — hjá smámennunum nærri því eins og hjá
stórmennunum, hjá þiælum nálega eins og hjá frjáls-
bornum mönnum. Og þó að konur ekki beinlínis
tœki þátt í slíkum afreksverkum eða hryðjuverkum
aldarinnar, þá er þó augsýnilega sami harðneskju-
andinn einnig yfir þeim. Þær finna að sínu leyti
jafn-lítið til eins og brœðr þeirra, synir þeirra og
feðr. Ef tíundi partrinn af þeim voða og þeim skelf-
ingurn, er á þeirri tíð gengu yfirr byggðir þjóðar