Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 40
40
honum á stað til hins fyrirheitna lands. Guð fylgir
Israelsmönnum á eyðimerkrför þeirra í og með hinu
eldlega skýi, sem alit af var í augsýn. Þessi yfir-
náttúrlegi eldr er tákn þess, að hinn heilagi kær-
leikrinn er með í þessari sögu og stýrir henni. Guð
fann ekkert eins hœfilegt tákn í ríki náttúrunnar
upp á sjálfan sig eins og eldinn. Hvað í því tákni
lá, skildu menn víst ekki nema að litlu leyti þá, að
minnsta kosti ekki almenningr. En þegar hinn fyrir-
heitni Messías, drottinn vor Jesús Kristr, er kominn
fram í sögunni með þessa yfirlýsing: »Eg er kom-
inn til að senda eld á jörðu«, þá eiga allir að geta
skilið það tákn. Guðs kærleikr i allri hans dýpt og
hæð, breidd og lengd, blasir nú við heiminum. Og
út af þeirri opinberan eiga öll mannshjörtu að geta
farið að brenna. Hér er kominn sá kærleikseldr,
sem brennt getr sigg tilfinningarleysisins burt úr
hverju einasta mannshjarta. Eldr — að því leyti,
sem hver einstakr, er kristindóminn meðtók, fann
nú svo sárt til syndaeðlis síns og hinna einstöku
synda sinna. Eldr — að því leyti, sem menn vissu
nú af guði í hans kærleik og náð svo nálægt sér.
Eldr sársaukans — út af því, að menn fundu nú
ekki að eins til sinna eigin persónulegu synda og
sorga, heldr lika tii þess, sem á sama hátt gekk að
öllum hinum mannslífunum. 011 hin óteljandi manns-
líf í öllum áttum tilverunnar með þeirra syndum og
sorgum og öllum hinum dýpstu þörfum þeirra eru í
persónu frelsarans og opinberan kristindómsins knýtt
saman í eitt. Hann liðr og deyr til þess að frelsa
þau öll. Þeir allir, þessir óteljandi menn, eiga að
verða lifandi limir á þeim andlega likama, sem hann
er höfuðið á. Svo nú er ekki lengr að eins að hugsa