Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 86
í prjedikuninni liggur fólgið eitt hið stærsta afl,
sem til er. Einn dag af hverjum sjö hefur hver
prestur svo og svo marga tilheyrendur, sem hlýða
með eptirtekt á þann boðskap, sem hann hefur fram
að bera. Hvílíkt tækifæri til ad vekja og lypta og
leiða hugi mannanna, — til að sannfæra og uppörva,
til að vekja kærleika og hrylling, til að kveikja von
og traust i mannssálunum. Tækifærið margfaldast
af því það er guðsorð, sem talað er, og guðs andi,
sem verkar gegn um það orð á hjörtu tilheyrend-
anna.
En það dregur úr þessu mikla afli til góðs, að
svo margar af prjedikunum vorum, prestanna, eru
fremur kraptlitlar. Vjer sækjum þær eigi nógu djúpt,
tökum það, sem liggur á yfirborði hugsunar vorrar
í hvert skipti, í stað þess að slita undan hjartarótum
vorum þær hugsanirnar, sem guðs andi gefur oss,
þegar vjer höfum sem mest fyrir að ná þeim.
Engin ákæra, sem slengt er framan í trúaðan
prest, held jeg sje öllu meir særandi en sú, að hann
trúi ekki einu orði af þvi, sem hann prjedikar.
Samkvæmt staðhæflngum slíkra manna stöndum vjer
i kirkjunum hvern sunnudag og fleiprum þar fram
kenningum, sem vjer höfum lært utan bókar og
tekizt á hendur að kenna, en höfum í hjörtum vor-
um öldungis gagnstæð.tr skoðánir. Jeg er sannfærður
um, að það er ein liiu svívirðilegasta synd, sem til
er, að stimpla þann prest, sem einlæglega prjedikar
náðarlærdóminn um Krist og hann krossfestan, sem
lygara.
En vjer vitum allir, að þessi ákæra hefur komið
upp, af því að nokkurt tilefni hefur verið til hennar.
Það eru æði-mörg dæmi þess, að íslenzkir prestar