Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 138
138
Bræður, komið út úr þessu þagnarinnar landi,
því tíminn kallar, kirkjan kallar, drottinn kallar!
Bókmenntafjelagið íslenzka er að
Bókmenntn verða algjörlega andlaust fjelag. Jeg
fjelagið. fæ ekki betur sjeð af starfsemi þess
fjelags en þar ráði nú hin lang-and-
lausasta bókmenntastefna, sem til er.
Arstiðaskrárnar eru gott dæmi. Þær klykktu út
með því á þessu síðasta ári, að koma með all stórt
hepti af ættartölum, teiknuðum upp eptir öllum listar-
innar reglum á geysistór blöð, sem fornfræðingarnir
ætla víst að setja undir gler og hengja upp í kring
um sig svo sem í stað annara listaverka. Slíkt og
þvílíkt! Er það ekki alveg dæmalaust? Engir lif-
andi menn eru að öðru eins fikti og þessu nema ís-
lendingar.
Að hugsa um fólk, sem situr hungrað og þyrst
eptir einhverju vekjandi orði, — einhverri næringu
fyrir sálir sinar, og fær svo ekki annað en þessar
ættartölur. Það er niðurdrep fyrir alla lestrarlöng-
un. Vjer eigum eitt bókmenntafjelag og það er að
verða þjóð vorri til sívaxandi hneisu. Það læzt ekki
liafa efni á, að gefa út það ritverk, sem líklegast er
að verða bókmenntum vorum til sóma af öllu, sem
ritað hefur verið hin síðustu ár, — visar því frá
sjer, — en liefur samt efni á að gefa út Arstíða-
skrár og annað því líkt skran, sem enginn almenni-
legur maður vill eiga og því síður lesa. Það er gott
sýnishoru af þeim ót’ærum, sem íslenzk menntun er
komin út í. Því fje hefur nú í nokkur ár verið
mjög illa varið, sem borgað hefur verið fyrir bækur