Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 75
75
Jeg hefi tekið þetta fram, því yfir þessu þarf
söfnuður hinna trúuðu meðal bverrar þjóðar að vaka.
Ef vatnið f uppsprettunni sjálfri er fúlt, verður það
ndrekkandi og jafnvel banvænt, þegar nokkuð dreg-
ur frá.
Vjer Islendingar eignumst vist aldrei neina slíka
stofnun hjer í landinu. Til þess eru að minnsta kosti
mjög litlar líkur. Vjer erum til þess of fáir og smáir!
En vjer ættum að vera vakandi og varasamir í þeim
efnum og ekki þiggja prestaefni nema frá þeim guð-
fræðisskólum, sem bezt leysa ætlunarverk sitt af
hendi.
En að þessu leytinu stöndum vjer fremur vel
að vígi. Því þann vitnisburð eiga lútersku presta-
skólarnir hjer í landinu með rjettu, að þeir halda
hugsjón prestsstöðunnar hreinni og lifandi og móta
hana inn í hugarfar og lifsstefnu hinna ungu. Enda
vaka söfnuðirnir yfir prestaskólunum sínum eins og
sjáaldri auga síns og leitast af öllum mætti við að
halda þeim helgidómi sínum hreinum.
Og hið sama þarf hinn trúaði hluti þjóðar vorr-
ar að gjöra gagnvart prestaskólanum íslenzka. Hann
verður að láta sjer koma það við, hvað þar er kefmt
og hvernig þar er lifað. Og það þarf um fram allt
að heimta, að þaðan komi menn með hreinar, alvar-
legar, einlægar hugsjónir, er kunni að standa við
.þær í lífinu og helga þeim alla krapta sína.
3. Presturinn sem fyrirmynd.
Þegar presturinn kemur út í lífið, er það af hon-
'um heimtað, að hann sje fyrirmynd. Guðs orð tek-
ur það skýrt og skorinort fram, að presturinn, sá,
sem kennimannlegt embætti hetur á hendi, eigi að