Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 56
56
eptir því, hvernig þeim tekst að gefa nemendum
sínum sterkar og göfugar hugsjónir til að lifa fyrir.
Ollum kemur saman um, hve óendanlega mikla þýð-
ing dönsku lýðskólarnir, sem kenndir eru við
Grundtvig, hafa haft fyrir þjóðlíf Dana, þrátt fyrir
marga og mikla annmarka, sem á þeim hafa verið.
En lífsaflið, sem gengið hefur út frá þeim skólum,
er einmitt innifalið í því sterka hugsjónalífi, sem
þeir hafa kveikt í brjóstum æskulýðsins.
Dáð og dugur hinna ensku-mælandi þjóða hefur
fengið beztu næring sína á hinum ágætu skólum,
sem þessar þjóðir eiga, þar sem kennararnir sjálfir
með orðum og athöfnum og öllu lífi sínu kveikja
eld kærleikans í brjóstum nemandanna til alls þess,
sem gott er og göfugmannlegt, en hatur og viðbjóð
gegn öllu ljótu og ljelegu, sem leggjast vill eins og
ryð á stál viljans. Þegar sá eldur er kveiktur í sál-
um ungra gáfumanna á námsárunum, slokknar hann
vanalega ekki síðar í lífinu. Þessir skólar gefa nem-
endum sínum heilbrigt og göfugt programm fyrir lífi
sínu og kenna þeim að standa við það í lífmu eins
og menn.
Hvflíkum stakkaskiptum mundi ekki lífið taka
meðal vor, ef allir íslenzkir námsmenn mættu sækia
menntun slna, svo sem um 25 ára tímabil á enska
skóla. Hve mundu þá eigi nýjar hugsjónir streyma
inn yfir þjóðlíf vort, nýr dugur og dáð til fram-
kvæmda, nýtt þrek til að standa við eitthvert ær-
legt llfsprógramm meðan aldur endist.
Háskólinn í Kaupmannahöfn er vist að mörgu
leyti ágæt menntastofnun. Nálega allar lífsskoðanir,
sem nú eru uppi meðal þjóðanna eiga þar fulitrúa,
— þær, sem byggja mannfjelögin bezt upp og þær