Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 55
55
sinn við mig um íslendinga. Hann er sjálfur milljóna-
eigandi, hefur átt mjög mikil viðskipti við íslend-
inga í einni stærstu nýlendunni og er einn af þeim
mönnum, sem hefur framúrskarandi vakandi auga
fyrir einkunnum þeirra manna, er hann skiptir við.
»íslendingar eru beztu menn til að bollaleggja. En
svo rífa þeir ætíð niður um leið og þeir eru búnir.
Jeg hefi sjeð þá sitja heilan dag á fundi og halda
glymjandi ræður um það, sem þeir höfðu fyrir stafni.
En svo hafa þeir verið öllu fjær framkvæmdinni
eptir en áður, verið búnir að tala úr sjer allan
kjarkinn, þegar hver fór heim til sín«.
Hvað eptir annað hefur þetta verið tekið fram.
En vjer megum eigi þreytast á að láta segja oss
það, þangað til vjer höfum fengið skömm á öllum
dreymandi hugsjónum og dáðlausu orðaglámri.
Ofurlítið kunnum vjer að hafa lært hjer fyrir
vestan í þessu tilliti. En vjer skulum muna eptir
því, að vjer eigum enn undur langt f land. Vjer
ættum að standa hjer vel að vígi. Vjer búum með-
al þeirrar þjóðar, sem allra þjóða hefur bezt tekizt,
að koma hugsjónum sínum í framkvæmd, að svo
miklu leyti, sem það er unnt.
Dreymandi hugsjónir eru einungis til spillingar.
Það er satt og kjarngott, sem segir: Vegurinn til
helvitis er brúlagður góðum áformum, — með öðrum
orðum: fögrum hugsjónum, sem aldrei knýja til
neinnar framkvæmdar. Það eru of fallegar hellur
á svo ljóta leið.
Ein hin allra stærsta þýðing menntunarinnar er
1 því fólgin að gefa mönnum háar, sannar og göf-
ugar hugsjónir. 0g víst er um það, að skólastofn-
anir þjóðanna ná vel eða illa tilgangi sínum allt