Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 28
28
því leyti, sem það land heldr enn hinum gamla sið,
en einkanlega í Kína, sem enn er nálega ósnortið
af heimsmenningunui kristnu, hefir í menntunarlegu
tilliti dagað uppi í heiminum eins og nokkurs kon-
ar nátttröll frá því þúsundum ára fyrir fœðing Krists.
Þér hafið heyrt getið um lifnaðarháttu almennings i
Kína, hýbýlahátt alþýðamanna þar og hinar óskilj-
anlega fáu þarfir þeirra, eða kröfurnar, sem þeir
gjöra til þess að geta lifað þægilegu eða að minnsta
kosti full-viðunanlegu lífi. Það bendir á það, að það
fólk finni býsna lítið til. Og þó að margt sé ólikt i
því svo kallaða menntalífi, því lífi, sem Israelsmenn
í fyrndinni lifðu og nágrannaþjóðirnar í kring um
þá, þá er þó margt svipað, og sérstaklega lík.t að
því, er snertir tilfinninguna eða tilfinningarleysið
fyrir þvi, sem mennirnir, er fengið hafa hina kristnu
þjóðmenning yfir sig, finna hvað sárast til út af.
Það þýddi ekki rneira fyrir tilfinning manna undir
heimsmenning þeirri, er til forna réð í Vestr-Asíu og
Egyptalandi, þó að beitt væri hörðustu og œgilegustu
hegningunni, sem getið er um í gamla testamentinu að
út hafi verið látin ganga að boði guðs yfir einstaka
menn og heila mannflokka, heldr en það þýðir á
vorri tíð, þegar ýmsum hegningartegundum, sem út
af fyrir sig eru margfalt minni og vægari, er í rétt-
vísinnar nafni beitt við menn i löndunum, sem njóta
hinnar kristnu þjóðmenningar. Mönnum getr eðli-
loga á vorri tíð fundizt voðalega mikið til um hörku
þá, sem beitt var af Jósúa við hina ýmsu kanversku
þjóðflokka. í landi fyrirheitisins, þegar hann að boði
guðs, eftir því, sem ritningin vottar, var að vinna
þjóð sinni, Israelslýð, þetta land til fullkomins eign-
arhalds. Þvi þjóðflokkarnir eru sumir, þegar því er