Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 88
88
tækir, einfaldir bændur vissum. Þú last ekki neitt
þú leitaðist ekkert við að kenna oss neitt gott; þú
hugsaðir einungis um að fylla búkinn og ekki um
sáluhjálp vora; þú ljezt oss lifa í hór og öðrum
saurlifnaði, þú varaðir oss ekki við, svo vjer gætum
lagað oss og bætt«.
Almenningsálitið í kirkju þjóðar vorrar þarf að
breytast í þessu efni. Enginn söfnuður má líða slíka
prjedikun. Þeir menn, sem eigi halda fast við trú
kristindómsins, hafa engan rjett eða heimild til að
tala frá nokkrum prjedikunarstól eða seðja sig af
brauði kirkjunnar. Það eru menn, sem svikið hafa
hugsjóu kirkjunnar og eiga ekki lengur heima í
henni.
En sleppum nú þeim. Hugsum heldur um oss
hina, sem erum að leitast við að prjedika þann sann-
leika með trúmennsku, sem vjer sjálfir eigum í
hjörtum vorum og metum mest af öllu, sem vjer
eigum. Skyldi ekki prjedikun vorri einnig vera á-
fátt i einhverju?
Vissulega er henni áfátt í mörgu. En einkum
og sjer í lagi í einu. Hún nær ekki nóg til sam-
vizkunnar. Hún nær ekki nógu djúpt niður í hina
siðferðislegu meðvituud vora. Hún rótar eigi nógu
miklu til í vorum innra manni. Samvizka fólks vors
þarf að vakna. Ekkert orðfærvakið hanatilgagns
nema hreint og klárt guð'orð. Eu til þess að guðs
orð fái vakið, verður það að prjedikast af vakandi
mönnum, svo það gangi frá hjarta til hiarta, frá
samvizku til samvizku og veki hinar eilífu hugsjónir
í mannssálunum.
Það hnígur þá afllaust til jarðar, þetta Loka-
orð, að prestarnir trúi ekki þvf, sem þeir prjedika.