Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 3
3
að«. Þegar hún kom í hellinn, stóð þar alveg eins
á og áðr. Hún sauð kjötið í katlinum og bakaði
kökurnar; en þó hún væri svöng og þreytt, neytti
hún einskis af mat þessum. Hins vegar ásetti hún
sér að hvílast og bíða eftir húsráðanda; því henni
íannst óhœfa að taka eld þaðan burt í ieyfisleysi.
Eftir nokkra bið kom húsbóndi. Það var risi ógur-
lega stór, og fylgdi honum hundr einn mikill, sá
sami og áðr er nefndr í eldsóknarsögu hinna systr-
anna. Dunur miklar og dynkir heyrðust áðr en ris-
inn gekk í helli sinn, og varð Helga mjög hrædd.
En hræðslan fór brátt af henni við það, að risinn
ávarpaði hana blíðlega og þakkaði henni með hlýj-
um orðum fyrir það, hve vel hún hefði farið að ráði
sínu. — Eg ætla ekki að fara lengra út í sögu þessa
nema að eins minna á þessi atriði í áframhaldi henn-
ar: Helgu heppnaðist að ná eldinum og flytja hann
heim í kotið til foreldra sinna. Hún tók hann með
hjartanlegu leyfi hellisbúans. En hellisbúinn var
konungssonr i álögum. Og hún leysti hann í þess-
ari sömu ferð úr álögunum. — Ekki fékk hún ann-
að en óþökk hjá fólkinu sínu fyrir eldsóknina, alveg
eins og fyrir allt annað gott, sem hún hafði áðr
gjört í hinu óverðskuldaða niðrlægingar-ástandi sínu.
En ári síðar kom konungssonrinn í kotið og hafði
Helgu þaðan burt heim f ríki föður síns eins og
brúði sína. Þau áttust og unnust. 0g eftir að faðir
hans var fallinn frá varð hann konungr í ríkinu,
og hún þá auðvitað um leið drottning.
Hún minnir, þessi gamla þjóðsaga, á þá tlð langt
aftr á öldum, þegar menningarframfarir forfeðra
vorra voru komnar ákaflega skammt. Menn eru þó
augsýnilega komnir upp á það þá, að nota sér hina
í*