Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 134
134
sýnir« menn, er ekki vilja fallast á þá kenningu.
Því er haldið fram, að »á Rússlandi sje meira fje-
lagslegt frelsi en í Bandaríkjunum«. — Þetta er að
eins gómsmekkur. Það úir og grúir af svona fjar-
stæðum. Skyldu nú íslenzkir alþýðumenn verða mik-
ið vitrari við að lesa slíkt? Skyldu þeir elska sina
eigin kirkju mikið meir en áður? Ef þeir menn
lesa þetta, sem geyma nokkra óbeit í hjarta sínu
tii kirkjunnar, er óhætt að segja, að hún fremur
vex en minnkar.
»Jeg hefi einhversstaðar komizt á snoðir um, að
þau skipti verksviðinu með sjer, þessi tvö kirkju-
blöð, þannig, að Kirkjublaðið hafi tekið að sjer hina
ytri hlið kirkjulegra mála, en Verði ljós hina innri«.
Já, það er Kbl. sjálft, sem gjörir þá grein fyrir
stefnu hinna tveggja blaða. En sú skýring er nú
eitthvað skrítin og virðist helzt gjörð til að breiða
yfir stefnumun þann, sem í raun og veru á sjer stað.
Margir munu hafa veitt því eptirtekt, að það var
eins og Kbl. endurfæddist um nýárið. Það fór að
snúa sjer miklu meira að innri hliðinni en áður. »Ef
til vill er það nú betri hliðin«, hefur það máske hugs
að með sjálfu sjer. — Jeg klappaði lof í lófa. Þarna
sjá menn. Tvö kirkjublöð í höfuðstað landsins, hvort
við hliðina á öðru. Þau keppa auðvitað hvort við
annað í öllu góðu. Ef til vill renna stefnur þeirra
saman, svo innri hliðin verður sigurhliðin. — En
hætt er við, að enn sje töluvert eptir af gamla
manninum.
»Vilt þú þá halda því fram, að stefnurnar sjeu
tvær, — að það sjeu tvær ólíkað skoðanir á kristin-
dóminum, sem koma fram, hvor í sínu blaðinu?«