Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 87
87
hafa borið þetta hver upp á annan, ekki til að gjöra
það vítavert í augum neins, heldur til að slá því
föstu, að svona væri það almennt.
Hjá þessu leitast sumir prestar við að komast með
því að finna upp nýjar kenningar og fara að prje-
dika þær. Þeir fylla ræður sínar með smá-ónotum
í garð kirkjunnar, í garð rjettrúaðra manna, í garð
biblíunnar o. s. frv. Og svo fá þeir orð fyrir, að
vera frjálslyndir prestar, — það sjeu svo frjálslyndis-
legar ræðurnar þeirra, þeir kalli jafnvel sumt í ritn-
ingunni hjátrú, hindurvitni og þjóðsögur.
Það eru því miður of margir prestar af íslenzku
þjóðerni, sem fengið hafa orð á sig fyrir slíkt. Það
er, held jeg, hið aumasta hrós, sem nokkur maður
getur fengið.
Allar slíkar prjedikanir leiða í öfuga átt, draga
trúarlífið niður, vekja vantrú og fyrirlitning fyrir
höfuðatriðum trúar vorrar, leiða sálirnar burt frá
Kristi, en eigi til hans.
Mjer koma til hugar óttaleg orð, sem standa í
gamalli vísitazíubók eptir hinn fræga danska biskup,
Pjetur Pallndius, og vildi jeg óska, að enginn ljeti
sjer bilt við verða, því meiningin er góð.
»Ego sanguinem illorum de manu tua requiram,
jeg skal krefjast blóðs almúga þíns af hendi þjer.
Þá veit lika sóknarpresturinn yðar um sinn dóm, ef
hann vill vita hann, því ef hann vanrækir sáluhjálp
nokkurs yðar, þá fer hann lengra inn í helvíti en
þeir, sem hann hefur vanrækt, en þeir liggja þar
og hrópa til hans um alla eilífð og segja: Hvilíkur
sóknarprestur þú hetur verið fyrir oss! Þú hefur
verið oss djöfull og ekki sóknarprestur. Þú vissir
meira eða þú hefðir átt að vita meira en vjer fá-